Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 26

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 26
24 h v ö t lega satt með farið. Væri nú ekki þeim mönnum, sem hér á landi vilja fá framleitt sterkt öl, og fara sumir með stór ósannindi um ölmál Norð- manna, nær að íhuga þessar staðreynd- ir en að lirópa ókvæðisorð um okkur, sem viljum hafa hið rétta og sanna í þessu máli, algerlega öfgalaust? Á meðan ég er að skrifa þessar lín- ur, berst mér blað frá Noregi. Þar segir í feitletaðri yfirskrift: „Eksportölet brukes til fyll paa Hönefoss sier politimesteren og ber bystyret stoppe det“. — Lögreglustjór- inn í Hönefoss segir, að sterka ölið valdi ölvun og biður bæjarstjómina að stöðva það. Um þetta segir lög- reglustjórinn ennfremur: „Lögreglan hér hefur sannreynt, að eksportölið veldur miklum drykkju- skap og það er alvarlegt, að þeir, sem teknir em fyrir ölvun við akstur eða önnur brot, hafa farið frá einu veit- ingahúsi til annars og drukkið eks- portöl“. Lögreglustjórinn vill því láta banna þessar veitingar og segir um það: „Ég álít að slíkt bann mundi bæta ástandið allvemlega, þar sem þeir, sem helzt drekka þetta eksportöl, mundu varla geta tekið brennivínið í þess stað, með því verði, sem nú er á brennivíni“. Hér skal svo aðeins minnt á, að hátt á fimmta hundrað bæja- og sveit- arstjórnir í Noregi liafa skorað á þing og stjóm að banna sterka ölið. Dett- ur mönnum í hug, að slíkur fjöldi sveita- og bæjarstjórna mundi gera slíkt, ef ekki væri gild ástæða til þess, og því em menn svo að reyna að blekkja landslýðinn hér og telja hon- Smælki Um skapgerö og skapfestu. Ef ég hef gát á skapgerði minni, er heiðri mínum ekki hætt. D. L. Moody. öll afrek em einskis virði, ef þau era ekki með heiðarleik unnin. Andrew Carnegie. Farsæld þjóðfélagsins er komin undir skapfestu einstaklinganna. Channing. Þá5, sem rnáli skiptir. Hvað við hugsum eða hvað við vit- um skiptir, þegar allt kemur til alls, ákaflega litlu máli, — en það eina, sem skiptir máli, er, hvað við geram. John Ruskin. Eitt leiSir af öðru. Úr tuskum er búinn til pappír, úr pappír em búnir til peningaseðlar. Seðlarnir skapa banka. Bankamir veita lán. Lán gera menn skulduga. Skuldir skapa fátækt, og fátæktin breytir fötum manna í tuskur. um trú um, að ölneyzlan hafi gefizt vel í Noregi. Útflutningsvara hefur öl- ið heldur aldrei orðið þar. Síðustu skýrslur, sem ég hef um það, sýna, að útflutningur var aðeins 3—4%, hef- ur ef til vill aukizt eitthvað síðan, en sjálfsagt ekki að vemlegum mun. Reynunm að viðhafa drengskap í málsmeðferð okkar.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.