Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 29

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 29
H V Ö T 27 Fréttir af þingi S. B. S. Laugardaginn 2. des. var 19. þing Sambands bindindisfélaga í skóluni haldið í Samvinnuskólanum. Mættir voru 41 fulltrúi frá 8 skólum. Fyrrverandi formaður Guðbjartur Gunnarsson setti þingið með ræðu. Form. sambandsstj. flutti skvrslu stjórnarinnar um störf sambandsins seinasta ár. Sambandið stóð m. a. fyr- ir ræðuhöldum og skemmtunum 1. febr., hélt málfundi um bindindismál og íþróttamál innan skólanna. Gaf einnig út blaðið Hvöt. Þingið ræddi um starfsemi sambands- ins og eflingu þess, m. a. það, að gera starfsemina víðtækri og meiri út um land, en til þess þyrfti helzt að hafa sérstakan erindreka. Var þess vegna samþykkt að stofna erindrekasjóð, úr honum skal síðar verja fé til þess að kosta erindreka til starfa fyrir sambandið. Fyrir þinginu lá tilboð frá binu ný- stofnaða íþróttabandalagi framhalds- skóla um sameiginlega útgáfu Hvatar, blaði Samb. bindindisfélaga í skólum. Samþykkt var að taka því tilboði, og ríkti mikill áhugi fyrir því á þing- inu, að samvinna milli þessara sam- banda verði sem bezt og nánust. Var stjórninni falið að semja við íþr.banda- lagið um þau mál. Stjóm sambandsins er nú skipuð þessum mönnum: Formaður: Óli Kr. Jónsson, Kennaraskólanum. Varaf ormaður: Jón Böðvarsson, Menntaskólanum. Féhirðir: Guðmundur Georgsson, Menntask.. Ritari: Elísabet Gunnlaugsdóttir, Kvennask. Meðstjórnandi: Valdemar Örnólfsson, Menntask. Varastjórn: Sig. Jónsson, Iþrsk., Laugarvatni. Elín S. Jóhannesdóttir, Kvennask. Guðjón Jónsson, Kennaraskólanum. Ólafur Bjarnason, Iðnskólanum. Að lokum ávarpaði hinn nýkjömi formaður þingið og sleit því. 7. des. hafði S. B. S. kaffisamsæti í Listamannaskálanum fyrir fulltrúa þingsins. Á eftir var svo almennur dansleikur á vegum S. B. S. Kennarinn: „Var Jón að kíkja á hjá yður í skriflega prófinu?“ Nemandinn: „Nei, nei, en ég var dálítið smeykur um, að nefið á hon- um yrði fyrir pennanum mínum“. Kennari: „Ef þér getið ekki setið kyrr, Guðrún, þá set ég hann Gunnar og hann Halldór út“. Kennarinn: „Heldurðu að menn myndu ekki verða hrifnir af Marteini Lúther, ef hann væri uppi í dag?“ Nemandinn: „Það er trúlegt, þar sem hann væri nærri 470 ára“.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.