Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 28

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 28
26 H V Ö T Til æskunnar Tímans hjólin tifa hröó týnist margt í dagsins glaumi, bernskuárin björt og glöð burtu hverfa í tímans straumi. A blómaskeiöi bvóum ei byrjum starfiö, þessi ey kallar okkur burt frá deifö og draumi. Landió fagra meö litaskrú‘5 laðar fram til stórra verka, þegar alda faðmar fliið finnur œskan löngun sterka til að reyna aflið unga, aldagömlum varpa drunga, hátt að lyfta feðra merki merka. Af því skaltu œskulýður efla þrek og menntun sanna, að landið sinna barna bíður, betur máttu aðeins kanna, hvar muni þörfin knýja mest, hvernig getir unnið bezt, fósturjörð að hœtti frjálsra manna. Látum finna að ísland á æsku hrausta, glaða, djarfa, sem vakir sínum verði á vilja hefur, kraft til starfa. Fögru landi ennþá ungu okkar menning, feðratungu sýnum heiður, vinnum þeim til þarfa.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.