Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 8

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 8
6 H V Ö T spottakorn, með því að hella í þær rommi, svo að væntanlegir kaupend- ur mættu sjá hvílíkir hlaupagikkir þetta væru? En hvað varð úr þess- um gæðingum, þegar heim kom, og hvað um gleði drykkjumannsins, þeg- ar af honum rennur? Þar gildir víst það sama, því að hvorttveggja reynd- ist falsað .. . Þú heldur nú kannske, að ég hafi verið bindindismaður frá barnæsku. En það var nú eitthvað annað. Ég var mesti drykkjurútur á tímabili, og þess vegna þykist ég geta talað af reynslu. En svo kom dálítið atvik fyrir, sem hafði djúp áhrif á mig“. „Svo að þú hættir að drekka?“ „J á, svo að ég hætti að drekka“. „Og hefur þig ekki langað í áfengi síðan?“ „Nei, síðan hefur mig ekki langað í áfengi. Ég get svo sem sagt þér liverning þetta bar til. En eigum við ekki að fá okkur sæti þama á barð- inu?“ Við gengum þangað og settumst í grasið. Ég beið þess með óþreyju, að hann byrjaði frásögnina. Hann var svei mér ekki allur, þar sem hann var séður, þessi karl. Það hvíldi eitthvað dularfullt yfir honum. Hvað kom honum til að ganga með þennan hárlubba niður á herðar? En það leið ekki á löngu, þar til ég fékk skýringu á því. Hann byrjaði að tala á ný. Svipur hans breyttist, og augun urðu fjarræn, eins og hann sæi eitthvað í órafjarska. Svo virtist sem hann vissi hvorki af mér eða neinu því, sem fram fór í kring um okkur. Ég hafði laumað flöskunni í vasann og hlustaði hljóð- ur. Frá réttinni barst ómur af marg- rödduðum klið. Sól skein í heiði og haustlitirnir nutu sín vel. Veður var svo kyrrt, að ekki blakti hár á höfði. „Það var fallegt veður þá eins og núna. Fjöllin spegluðust í ládauðum firðinum og sólin hellti geislaflóði sínu yfir grundir og bala, og gaf blágresis- brekkunum og lyngmóunum líf og lit. Það var langt komið að rétta, og sumir vora teknir að gerast ölvaðir. Bæringur á Felli og Hrólfur á Hamri höfðu tekið sér hvíld frá drættinum og sátu nú undir réttarveggnum, drukku brennivín og föðmuðust inni- lega, því að þeir voru góðkunningjar, nágrannar og gildustu bændurnir í sveitinni. Þegar þeir risu á fætur, voru þeir orðnir nokkuð valtir á fót- unum. Þeir gengu samsíða inn í réttina aft- ur og svipuðust um eftir kindum. „Nú hérna er þá hún Hyma litla“, sagði Bæringur og greip í annað horn- ið á vænni gimbur. „Ætlar þú nú að hjálpa mér við dráttinn, Bæringur minn? Alltaf er hugulsemin eins hjá þér“, sagði Hrólfur. „Ónei, ekki var það nú. Ég á þetta grey, eins og þú getur séð, stýft hægra og sýlt vinstra“. „Þú ert gamansamur þykir mér að kalla þetta stýft. Nei, vinur minn, þetta er greinilega mitt mark, sneytt framan hægra og sýlt vinstra, og fáðu mér gimbrargarminn“. „Nei, Hrólfur. Nú er þér farið að förlast sýn, ef þú kallar þetta sneið- ingu. Þú hefur líklega fengið þér full- mikið neðan í því áðan“. ,Æg er ekki eins fullur og þú. Að

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.