Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 24

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 24
22 H V Ö T meira en eina milljón lítra, hefur ölneyzlan veriS svo mikil, einkum sterka ölsins, a3 neyzla 100% áfengis (heildarneyzlan í landinu) hefur auk- izt úr 4,777,000 í 4,853,000 lítra á sama tíma yfirstandandi árs — 1949“. Þetta er þá sannleikurinn um öl- og áfengisneyzlu Norðmanna fyrstu 9 mánuði ársins 1949, og er hér farið eftir beztu fáanlegum heimildum. Að vísu er aukning áfengisneyzlunnar í landinu ekki mikil, en það er þó aukn- ing, en ekki hið gagnstæða, eins og hér er oft látið í veðri vaka. Brenni- vínsnevzlan minnkaði, en neyzla sterka ölsins óx svo, að heildarneyzla áfeng- is í landinu varð meiri en áður. Seinni skýrslur gáfu svo upp, að aukningin í áfengisneyzlu þjóðarinnar hafði orðið, á öllu árinu 1949, 100 þúsund lítrar, reiknað í 100% áfengi. Hvað hefur svo gerzt á árinu 1950? 1 síðustu blöðum, sem ég hef fengið frá Noregi, er skráð með stóru letri á einum stað: „30 pst. nedgang i brennevinssalget siden det nye pristil- legget“. — Brennivínssalan hefur minnkað um 30% síðan verð þess hækkaði. Hér er alls ekki minnst á ölið sem orsök þessarar breytingar heldur verShækkun á brennivíni. En athugum nú nánar það, sem blaðið segir: „Skýrsla áfengissölu ríkisins sýnir, að samanlögð áfengissala, bæði sterk- ari og veikari tegunda, var í október 1950 25,8 milljónir króna, í stað 29 milljóna í sama mánuði 1948. Salan minnkaði þannig um 4 milljónir króna eða 13,6 prósent. Þetta er gleðiefni og Ijúft að kannast við, en það er alls ekki neinu öli að þakka. Slíkt eru hin mestu ósannindi, og nú skulum við heyra, hvað blaðið segir ennfrem- ur. Til þess að enginn véfengi þýð- ingu mína skulu orð þess birt hér á frummálinu: „För forhöyelsen av krisetilleggsav- giften í juli/august i aar laa omsetning- ens verdi ca. 3 prosent over fjoraarets nivaa“. Þessar línur segja, að áður en verð- hækkun sterku drykkjanna kom til greina, sökum liættuástands í heimin- um, liafi salan í júlí og ágúst, það er að segja heildarsala áfengra drykkja, verið 3% hærri en á sama tíma árið áður. — Þannig var það þá áður en verðhækkunin konx til sögunnar. Hér á ölið engar þakkir skilið. En athug- um nú, hvað hinir ágætu menn, sem áður voru nefndir, rektor háskólans í Osló og hinir í ritnefnd vísindarits þeirra, segja urn ölið. Þeir hafa bæði reynsluna og þekkinguna. Þar segir: „Um ölið er oft sagt, að slíkur „heimilisdrykkur“ sé bindindinu skað- laus og þurfi því ekki neinar veru- legar varúðarráðstafanir gegn því. Heldur það gagnstæða — segja menn — að það eigi að vera auðfengið sök- um þess, hve áfengismagn þess sé lítið. Sömu fullyrðingar hafa menn um veikar víntegundir og ávaxtavín. Við nánari atliugun stenzt þó ekki þessi fullyrðing. Oftast venjast menn fyrst drykkjuskapnum á hinum veik- ari tegundum áfengisdrykkjanna. „Fyrsta ölglasið bragðast ekki betur en fyrsta sígarettan“, segja menn, og er það sjálfsagt rétt, en hvort tveggja verður að vana, sökum siðanna og til-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.