Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 5

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 5
H V Ö T 3 ferSalagi sínu til Ameríku. Góður róm- ur var gerður að ræðu íþróttafulltrúa, enda var hún holl liugvekja fyrir þá, sem áttu að ryðja málum þessum braut. Stofnþing þetta lauk störfum á þrem fundum og gekk frá lögum og regl- um fyrir bandalagið. Ýmsar ályktanir voru samþykktar. S. B. S. var þakkað gott brautryðjendastarf í íþróttamál- um skólanna og því óskað giftu í starfi. Sömuleiðis var ákveðið að taka upp samstarf að hálfu við S. B. S. um útgáfu Hvatar. í stjórn I. F. R. N. voru kjörnir: Bragi Friðriksson, Há- skólanum, form., Óli Örn Arnarson, Menntaskólanum, varaform., Halldór Bachmann, Iðnskólanum, gjaldkeri, Gumiar Bjarnason, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, fundarritari og Tómas Jónsson, Kennaraskólanum, skýrslurit- ari. Stjórnin tók fljótlega til starfa og hefur nú með höndum ýmsar fram- kvæmdir á vegum bandalagsins. Ný- lokið er fyrsta móti á vegum I. F. R. N. Tókst það allvel og var þátttakan góð. Benedikt Jakobsson var kjörinn ráðunautur stjórnarinnar. Situr liann alla stjórnarfundi og er bandalaginu mikill styrkur að svo reyndum manni í uppeldis- og íþróttamálum. Bandalag þetta á að vera vísir að stofnun allsherjarsamtaka allrar íþrótta æsku í framhaldsskólum landsins. I. F. R. N. er aðeins grundvöllur slíkra sam- taka. Vissulega er mikið starf framund- an, þar til allir hafa sameinazt undir einu merki. En þeir, sem standa að þessu bandalagi eru fullir vonar um það, að svo megi takast að lokum. SÖNGURINN í SKÓLUNUM Islendingar hafa Iöngum verið mikið gefnir fyrir söng, og það hefur oftast verið talin góð og eiginlega sjálfsögð skejnmtun að „taka lagið“, þar sem nokkrir eru saman komnir. Flestir kunna ógrynni af ljóðum og lögum og fáir eru alveg laglausir. Af þessu liggur beint við að álykta, að söngurinn skipi veglegan sess hjá æskunni í skólum landsins. En þeir, sem kynnast þessu nánar, komast að raun um, að ástandið í þessu máli er mjög misjafnt og sums staðar alveg óviðunandi. í flestum héraðsskólum er lögð töluverð rækt við sönginn, en í skólum Reykjavíkur er það mjög misinunandi. Það mun þó vera þannig í þeim flestuin, að bezta söngfólkið er valið úr og æft saman í kór viðkomandi skóla. Hinir, sein ekki komast í kórinn, verða þannig oft settir algjörlega til hliðar. Auð- vitað er alveg sjálfsagt að hafa söngkóra í þeim skólum, þar sem hægt er að koma því við, en ef öllum söngtímunum er varið til þess að æfa tiltölulega lítinn liluta af nem- endunum, er það vafasamt. Til þess að ráða bót á þessu verður að fjölga söngtímunum, og það sýnist ekki vera til of mikils mælzt, þó að tveimur kennslu- stundum, af þrjátíu til fjörutíu í viku, sé varið til söngs. 1 Reykjavík hefur nokkur undanfarin ár verið haldin skólasöngmót, og hefur Iðnskól- inn séð um þau. Þessi söngmót hafa mikið gildi fyrir skólasönginn, því að þau vekja og auka áhyga margra nemenda fyrir söng. Þátttakendafjöldinn á þessum skólasöngmót- um hefur verið nokkuð misjafn, en þó hvergi nærri nógu mikill. Iðnskólinn á þökk skilið fyrir forustu sína í þessu máli, og von- andi sér hann áfram um slík söngmót. Við viljum gott og friðsamlegt- sam- starf við alla aðilja, enda erum við allir vissir um þá staðreynd, að án skilnings og samstarfsvilja fái ekkert starf þróast á gæfubraut, hversu göf- ugt sem markmiðið annars kann að vera.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.