Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 7

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 7
H V Ö T S legur, þar sem hann stóð þarna og krosslagði hendurnar á réttarveggnum, þykkar óg barkaðar hendur, sem virt- ust líklegar til nokkurra átaka. Hann var liár vexti og dökkur yfirlitum, herðamar kúptar og miklar, hárið svart og svo sítt, að það tók niður á axlir. Líklega var þetta einliver sér- vitringur. „Góðan daginn“, sagði ég, því að mig langaði til að hafa tal af ein- hverjum. Hann sleit puntstrá af veggn- um og tuggði letilega, en sinnti mér engu. Ef til vill liafði liann ekki lieyrt til mín fyrir hávaðanum í réttinni. „Það er gott veður í dag“. Nú sneri hann höfðinu í áttina til mín. Svipur hans var torráðinn. Augun voru blá og stór og lágu djúpt undir dökkum og miklum augnabrúnum. Andlitið var skarpholda og nokkuð toginleitt. Hann velkti stráinu til í munni sér og svar- aði: „Já, það er góða veðrið í dag“. „Hér er að sjá bæði margt og fallegt fé“, sagði ég, til að reyna að halda uppi samtalinu. „Ójá, hér er margt og fallegt fé“. „Var það þó ekki fleira, áður en mæðiveikin kom og fjárskiptin urðu?“ „Jú, það var fleira áður en mæði- veikin kom“, svaraði hann og japlaði á stráinu. Þetta var nú meiri durgur- inn. En skyldi haim ekki lifna við, ef hann fengi í staupinu. „Viltu ekki fá þér einn lítinn?“ spurði ég, og dró upp flöskuna. Hánn leit snöggvast á mig og sagði svo: „Nei, þakka þér fyrir, góði. Og ef þú færir að mínum ráðum, myndir þú ekki neyta áfengis“. „Svo-o. Það spillir þó engum að fá sér bragð endrum og eins. Allur mein- lætalifnaður tillieyrir fortíðinni, sem betur fer, því að nú eru menn yfir- leitt famir að sjá, að til þess var okkur gefið lífið, að því væri lifað“. „Brennivín er ekki eða ætti að minnsta kosti ekki að vera of gott fyrir þig, en þú ert of góður fyrir brennivín“. „Nei, gamli minn, hættu nú alveg. Það var ekki þar með sagt, að menn ættu að drekka frá sér vitið; svo heimskir erum við ekki. En að dreypa svona. Þú skilur — rétt- svona mátu- lega — það skemmir engan. Og nú em líka réttir. Ja, körlunum í minni sveit hefði ekki þótt mikið bragð að réttardeginum, ef brennivínið hefði vantað. Hérna vinurinn; dreyptu nú í þetta“. Það var eins og hann rétti úr herðunum og hækkaði, þegar hann svaraði: „Ég var einu sinni ung- ur og óreyndur eins og þú — og skil þig því mæta vel. Þér gengur ekkert nema gott til. Þig langar til að gleðja gamlan karlræfil, sem á skammt ófarið að grafarbakkanum. En þú gleymir bara einu“. Hann þagn- aði og skyrpti stráinu. Svo leit hann upp og horfði beint framan í mig. Hár hans var svo mikið, að það örl- aði ekki á eyrunum. Hann tinaði aug- unum ofurlítið og hélt svo áfram: „Þú gleymir því, að brennivín og falslaus gleði eiga ekki samleið ... Finnst þér ekki í raun og vem þeir menn vera aumkunarverðir, sem þurfa að sækja gleði sína í greipar Bakk- usar. Minna þeir ekki of mikið á gömlu aflóga bikkjurnar, sem harðsvír- aðir hestakaupmenn píndu til að tölta

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.