Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 12

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 12
10 H V Ö T Þorsteinn Einarsson íþróttafullt Di ijritts- 0' Áhugasamir nemendur um íþróttir í skólum Reykjavíkur og nágrenni Reykjavíkur hafa staðið að stofnun íþróttabandalags skólanemenda. Það, sem bindur þessi samtök, eru íþróttir og skólar. Hver, sem vill vera þátt- takandi, verður að vera nemandi í skóla á umræddu svæði og félagi íþróttafélags eða íþróttadeildar skóla síns. Fyrir voru samtök um íþróttir inn- an skóla á vegum Sambands bindind- isfélaga í skólum. — Framkvæmdir þessara samtaka voru í höndum íþróttanefndar S. B. S. Iþróttanefndin gekkst fyrir íþróttakeppni milli íþróttadeilda bindindisfélaga í skólum. Þessi samtök vora því fyrst og fremst bundin saman af bindindi og skól- um, en einn þáttur, og, hann stór, til eflingar starfi nemenda um bindindi voru og era íþróttir. 1 mótum S. B. S. gátu aðeins tekið þátt þeir skólar, sem böfðu bindindis- félög, og þeir einir keppt í liði skól- ans, sem voru bindindismenn. Um þessi atriði var erfitt að standa vörð. Skólar, sem ekki höfðu bind- indisfélög vildu fá að keppa. Þeir stóðu ýmist fyrir utan eða hætta var á, að stofnuð yrði málamyndar bind- indisfélög. Og svo hitt atriðið, að skób, sem bafði bindindisfélag, en því mið- ur ekki allir nemendur skólans virkir félagar þess, vildi tefla fram sínu bezta liði, svo að íþróttalega yrði hlutur skólans sem beztur, máske sigur, og því slæddust óvirkir bindindismenn inn í liðið og þar með inn í íþróttakeppni S. B. S. Hér voru óhreinar línur, og vegna þeirra komu fyrir atvik, sem voru ósamboðin næmri réttlætiskennd æsk- unnar og sem voru skaðleg málefna- legri virðingu bindindissamtakanna. Segja má að stjórn S. B. S. og for- ráðamenn skólaæskunnar — skólastjór- ar og íþróttakennarar — hafi ekki lát- ið sér nægjanlega þetta mál skipta, og því hlaut að reka að því, að samtök mynduðust innan skólanna um íþrótt- irnar einar. Er skólaæskan þá andvíg bindindi? Er hér um uppreisn gegn bindindi að ræða? er spurt. Ég hef svarað þessum spumingum neitandi, vegna þeirra kynna, sem ég hef átt af stofnendum íþróttabandalagsins. Yar ekki hægt að gera alla skól- ana virka í bindindisstarfinu, svo að ekki þyrfti til þessarar stofnunar að koma? Ég held ekki. Samband bind- indisfélaga í skólum hefur starfað í nær tvo tugi ára og liefur verið skip- að ötulum æskumönnum og — kon-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.