Fréttablaðið - 30.09.2020, Page 22
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Hátæknifyrirtækið Controlant hefur gengið frá hluta-fjáraukningu upp á meira en 2 millj-arða króna, sem
ætlað er að renna stoðum undir
fáheyrðan tekjuvöxt. Samningar,
sem Controlant hefur gert við
alþjóðlega lyfjarisa og varða meðal
annars dreifingu á bóluefni gegn
COVID-19 á heimsvísu, verða til
þess að fyrirtækið tífaldar veltu sína
á tveimur árum.
Controlant hefur þróað hug-
búnaðar- og vélbúnaðarlausnir til
að fylgjast með vörum í f lutningi
og halda uppi rauntímaeftirliti á
allri virðiskeðjunni, svo hægt sé
að fylgjast með ástandi og stað-
setningu vörunnar hvar sem er
í heiminum. Íslenska fyrirtækið
hafði fyrr á árinu gefið út breytan-
legt skuldabréf að fjárhæð 1.250
milljónir króna.
„Skuldabréfinu var ætlað að
fjármagna innleiðingu á lausninni
hjá okkar helstu viðskiptavinum
og koma okkur á góðan stað fyrir
næstu hlutafjáraukningu. Svo ger-
ist það í sumar að áætlanir okkar
snarbreytast. Það sem við bjugg-
umst við að myndi gerast á næstu
tveimur árum er að fara að gerast á
6-12 mánuðum. Þess vegna þurftum
við að f lýta næstu hlutafjáraukn-
ingu og við gengum frá henni núna
í september,“ segir Guðmundur
Árnason, fjármálastjóri Controlant,
í samtali við Markaðinn.
Stjórnendur Controlant, í sam-
starfi við Arion banka, lögðu upp
með að sækja 1 milljarð króna, en
niðurstaðan varð sú að félaginu
bárust áskriftir að fjárhæð rúmlega
2 milljarðar króna. Ákveðið var að
stækka hlutafjárútboðið í samræmi
við eftirspurnina.
Hlutaf járauk ning in sk iptist
nokkurn veginn til helminga, að
sögn Guðmundar. Núverandi hlut-
hafar tóku helming og nýir hlut-
hafar hinn. Þeirra á meðal eru bæði
stofnanafjárfestar og einkafjár-
festar. „Við erum að fá stofnana-
fjárfesta í hópinn, sem eru almennt
ekki að fjárfesta í félögum eins og
Controlant. Það sýnir hversu mikla
trú fjárfestar hafa á félaginu,“ segir
Guðmundur. Alls hafa fjárfestar lagt
Controlant til rúmlega 6 milljarða
króna frá stofnun þess.
„Við vorum með rétt um 400
milljóna króna veltu á síðasta ári og
hún stefnir í um 1 milljarð á þessu
ári. Miðað við þá samninga sem við
höfum gert, erum við að horfa fram
á veltu upp á 4-5 milljarða króna
á árinu 2021,“ segir Guðmundur.
Hann bætir við að starfsmenn fyrir-
tækisins séu í dag um 100 talsins, en
verði líklega hátt í 200 í lok næsta
árs.
Miðpunktur í dreifingu bólu-
efnis
Samningar við nokkur af stærstu
lyfjafyrirtækjum heims, standa
undir mestum hluta af væntri tekju-
aukningu Controlant, sem verður í
lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni
gegn COVID-19, sem viðskiptavinir
Controlant stefna að því að hefja
framleiðslu og dreifingu á, fyrir lok
árs og fyrripart næsta árs.
„Það eru heilmiklar áskoranir
í dreifingu bóluefna. Sum þeirra
þarf að f lytja og geyma í djúp-
frosti, mínus 80 gráðum, og þola
ekki nema nokkra daga utan þess.
Þetta verður því ekki hefðbundin
dreifing þar sem vörum er dreift til
dreifimiðstöðva, þaðan til heildsala
og síðan heilsugæsla. Sendingarnar
þurfa að fara beint frá framleiðanda
til endastaða, þar sem bólusetning-
Controlant lykilbirgir hjá lyfjarisum
Mikil eftirspurn var eftir þátttöku í hlutafjáraukningu Controlant. Söfnuðu rúmlega tveimur milljörðum króna í stað eins. Samn-
ingar við lyfjafyrirtæki tífalda veltuna upp í 4 milljarða króna á tveimur árum. Lykilþáttur í dreifingu bóluefnis gegn COVID-19.
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri, og Guðmundur Árnason, fjármálastjóri, hafa í nógu að snúast til að ráða við stóraukin umsvif. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sjóvá og VÍS bætast í hópinn
Tryggingafélögin Sjóvá og VÍS
voru á meðal þeirra stofnanafjár-
festa sem komu nýir inn í hlut-
hafahóp Controlant eftir hluta-
fjáraukninguna. Samlagssjóðir
Frumtaks Ventures eru stærsti
hluthafi hátæknifyrirtækisins.
Aðrir stórir hluthafar í Controlant
eru enn fremur fjárfestingafélag-
ið TT Investments, sem er meðal
annars í eigu Baldurs Guðlaugs-
sonar, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóra, og Kjartans Gunnarssonar,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins, Gísli
Herjólfsson, framkvæmdastjóri
og einn stofnenda Controlant,
eigendur Málningar, fjárfestarnir
Magnús Magnússon og Magnús
Pálmi Örnólfsson, Bessi Gíslason
lyfjafræðingur og Ingi Guðjóns-
son, stjórnarformaður og einn
eigenda Lyfju, svo nokkur dæmi
séu nefnd.
3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN