Fréttablaðið - 16.10.2020, Page 6

Fréttablaðið - 16.10.2020, Page 6
STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn hefur styrkt stöðu sína verulega á sviði utanríkismála eftir breytingar á skipun fulltrúa í fastanefndum þingsins, sem tilkynntar voru fyrr í vikunni. Auk þess að stýra ráðu- neyti utanríkismála fara Sjálfstæð- ismenn nú bæði með formennsku og varaformennsku í utanríkis- málanefnd og eiga þrjá fulltrúa í nefndinni á móti einum fulltrúa allra annarra flokka í nefndinni. Töluverðar hrókeringar voru gerðar í nefndum þingsins eftir að Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr Vinstri grænum stuttu áður en þing kom saman til haustþings. Rósa á enn sæti í utanríkismála- nefnd, en sem þingmaður utan flokka. Þá kemur Njáll Trausti Frið- bertsson, Sjálfstæðisf lokki, inn í nefndina í stað Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem tekur hans sæti í fjárlaganefnd. Njáll Trausti tekur við varaformennsku í nefndinni af Rósu Björk. Eftir breytingar í nefndum þings- ins á Sjálfstæðisf lokkurinn þrjá aðalmenn í utanríkismálanefnd, formanninn Sigríði Á. Andersen, Njál Trausta og Bryndísi Haralds- dóttur. Aðrir f lokkar á þingi eiga aðeins einn fulltrúa, þar á meðal Vinstri græn, en Ari Trausti Guð- mundsson er eini þingmaður f lokksins í nefndinni eftir breyt- ingarnar. „Auðvitað eru utanríkismálin mikilvæg en það eru fjármálin svo sannarlega líka, nú á þessum tímum,“ segir Steinunn Þóra Árna- dóttir, þingkona Vinstri grænna, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að eftir breytingarnar eigi Vinstri græn tvo menn í fjárlaganefnd en fyrir breytingarnar hafi þau aðeins átt einn fulltrúa í þeirri nefnd en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Ólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisf lokksins til utanríkis- mála var meðal ástæðna þess að mjög skiptar skoðanir voru um samstarfið í grasrótum beggja flokka. Vinstri græn hafa frá stofn- un flokksins verið andvíg þátttöku Íslands í Atlandshafsbandalaginu en Sjálfstæðismenn lagt mikla áherslu á samstarfið í NATO sem lykilþátt í varnar- og þjóðaröryggis- stefnu Íslands. – aá NORÐURLAND Bæjarstjórn Fjalla- byggðar fer nú yfir leiðir til þess að bjarga Siglunesi, lítilli tá milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar, fyrir ágangi sjávar. En hún á stóran þátt í að gera Siglufjarðarhöfn einhverja þá bestu á landinu. Hefur skipulags og umhverfis- nefnd sveitarfélagsins lagt til að sótt verði um framlag til Vega- gerðarinnar í samvinnu við land- eigendur vegna ágangs. Gunnar Trausti Guðbjörnsson, sem er brottf luttur Siglfirðingur og ritstýrir Siglfirðingablaðinu, fer nú fyrir átakinu Björgum Siglunesi. Segir hann vitneskjuna um þessa vá ekki nýja af nálinni. Afi eins úr hópnum, gamall skip- stjóri, hafi nefnt í kringum árið 1970 að skelfilegt yrði ef nesið færi og aldan kæmist beint inn í fjörð- inn. Staðkunnugir menn fullyrði að um 20 til 30 metrar af hinu mjóa nesi hafi horfið í sjóinn á undan- förnum áratugum. Jörðin Siglunes lagðist í eyði árið 1988 en þar var um langt skeið prestssetur og ein helsta hákarla- verbúð landsins. Liggja því merkar minjar þar í jörð. Árið 2011 lét Fornleifavernd ríkisins gera úttekt á Siglunesi þar sem landbrot var meðal annars metið. Kom þar fram að töluvert landbrot hefði verið undanfarin 60 ár, gróðurþekja minnkað, sumar minjar skemmst vegna ágangs og einhverjar minjar þegar horfið í sjó. „Þar sem nesið er mjóst er gróð- urþekjan á algjöru undanhaldi,“ segir í skýrslunni. Var áætlað að nesið hefði mjókkað um 6 til 10 metra á aðeins einum áratug, eða frá árinu 2000, og lagt til að björg- unaruppgröftur væri gerður til þess að forða minjum áður en þær hyrfu í sjóinn. Þó að slæmt sé að minjar hverfi hafa Gunnar og f leiri meiri áhyggj- ur af höfninni og kaupstaðnum. „Ef nesið fer í miðjunni er þetta bara búið,“ segir hann. „Þá fer restin á nokkrum árum og aldan kemur óbrotin inn í fjörðinn. Það verður ekki hægt að landa skipum og stór skemmtiferðaskip munu ekki geta sett farþega í land.“ Þá telji sumir að þetta muni einnig hafa voveif leg áhrif á f lug- völlinn, sem liggur suðaustan- megin í firðinum, gegnt bænum. Siglufjörður varð ekki að einu farsælasta sjávarplássi landsins fyrir tilviljun. Aðstæður í firðinum og verndin frá Siglunesi gera það að verkum. „Ég var sjálfur á sjó og fann mikinn mun á að sigla þarna inn miðað við til dæmis Ólafsfjörð þar sem norðanaldan gengur beint inn. Þetta er algjör líf höfn á þessu svæði,“ segir Gunnar. Ekki hefur verið reiknað út hvað það taki langan tíma fyrir nesið að brotna niður, en ljóst er að eftir því sem það minnkar gengur niðurbrotið hraðar. Segir Gunnar það því afar brýnt að ráðast í aðgerðir. Kostnaðurinn hefur heldur ekki verið metinn en tölum á bilinu 1 til 2 milljörðum króna hefur verið kastað fram. Reka þurfi þil og sprengja grjót úr fjöllunum til að styðja það. kristinnhaukur@frettabladid.is Auðvitað eru utanríkismálin mikilvæg en það eru fjár- málin líka. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna Það verður ekki hægt að landa skipum og stór skemmti- ferðaskip munu ekki geta sett farþega í land. Gunnar Trausti Guðbjörnsson, ritstjóri Höfnin í hættu hverfi Siglunes Hópur fólks hefur tekið sig saman um að bjarga Siglunesi, lítilli tá sem gerir Siglufjarðarhöfn að úrvals- höfn. Leitar Fjallabyggð nú að færum leiðum til þess að stöðva landbrot áður en það verður um seinan. Siglunes mun hverfa í sjóinn verði ekkert að gert og þá kemst norðanbrimið óhindrað inn í Siglufjörð. MYND/INGVAR ERLINGSSON Siglunes er vörn Siglufjarðar gegn briminu. MYND/LANDMÆLINGAR ÍSLANDS BA N DA R Í K I N Dómsmá la nef nd öldungadeildar Bandaríkjaþings fundaði í gær um tilnefningu Amy Coney Barrett í hæstarétt Banda- ríkjanna í síðasta sinn en fundir um tilnefninguna hafa staðið yfir frá því á mánudag. Í gær ræddu þingmenn nefndar- innar um tilnefninguna auk þess sem aðrir en Barrett sjálf mættu fyrir nefndina til að koma sínum skoðunum um dómaraefnið á framfæri og svara spurningum þingmanna. Sjálf var Barrett ekki viðstödd á fundinum í gær. Það kom ekki á óvart að helstu umræðuefni dagsins sneru að heil- brigðismálum, þungunarrofi, hlut- verki dómara og framtíð hæstarétt- ar ef Barret yrði skipuð við réttinn. Þeir sem mættu fyrir nefndina voru ýmist fylgjandi eða á móti til- nefningunni. Formaður dómsmálanefndar- innar, Lindsey Graham, byrjaði fundinn á að ákveða tímasetningu fyrir atkvæðagreiðslu innan nefnd- arinnar um tilnefninguna en virti með því að vettugi reglur þingsins um að alla vega tveir þingmenn minnihlutans þyrftu að vera við- staddir. Þrátt fyrir mótmæli frá eina þingmanni Demókrata sem var viðstaddur við upphaf fundarins, Richard J. Durbin, og síðar öðrum þingmönnum Demókrata sem óskuðu eftir því að málinu yrði frestað ótímabundið, var ákveðið að nefndin myndi greiða atkvæði um tilnefninguna næstkomandi fimmtudag. Repúblikanar eru með meiri- hluta innan dómsmálanefndar- innar og eru því allar líkur á að tilnefningin verði samþykkt. Í kjöl- farið mun öldungadeildin í heild sinni greiða atkvæði um skipun Barrett og þar sem Repúblikanar eru einnig með meirihluta þar er nánast öruggt að hún verði skipuð í hæstarétt. – fbl Greidd verða atkvæði um tilnefningu Barrett í næstu viku Lindsey Graham. MYND/GETTY BÓLIVÍA Luis Acre, forsetaframbjóð- andi Sósíalista, leiðir samkvæmt nýrri könnun, fyrir kosningar í Bóli- víu á sunnudag. Kjósa átti 3. maí en því var frestað vegna heimsfarald- ursins. Bráðabirgðastjórn hefur stýrt landinu undanfarið ár. Sósíalistaleiðtoginn Evo Mor- ales sagði af sér eftir vafasaman kosningasigur í október árið 2019 og þrýsting frá hernum. Hefur ringulreið ríkt í landinu síðan og bráðabirgðastjórn Jeanine Anez gengið illa að halda friðinn. Anez tilkynnti í síðasta mánuði að hún væri hætt við framboð sitt af ótta við að sundra lýðræðissinnum og Sósíalistar kæmust aftur til valda. Könnunin, sem birt var síðasta föstudag, sýnir Acre með 6 prósenta forskot á helsta keppinautinn, Car- los Mesa, sem var forseti á árunum 2003 til 2005. Þrátt fyrir að Acre leiði hefur stuðningur við Sósíalista dvínað mjög. Í september mældist f lokkur- inn með rúmlega 40 prósenta fylgi en hefur nú tæplega 34 prósent. Mesa mældist með tæplega 27 pró- sent og hefur fylgi hans ekki mikið breyst frá fyrri mánuði. Miðað við þessa útkomu yrði önnur umferð kosninga, því það gerist sjálf krafa ef enginn fram- bjóðandi nær 40 prósenta fylgi. – khg Forskot hjá flokki Morales Sjálfstæðismenn með yfirburði í utanríkismálum Skiptar skoðanir voru í þingflokki VG um samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK COVID-19 Ursula von der Leyen, for- seti fram kvæmda stjórn ar Evr ópu- sam bands ins, yfirgaf í gær leiðtoga- fund sambandsins eftir að upp kom COVID-19 smit hjá starfsmanni á skrifstofu hennar. Von der Leyen greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að hún hefði farið í skimun fyrir veirunni eftir að smitið hjá starfsmanninum kom upp en fengið neikvætt svar. Hún hygðist þó til öryggis yfirgefa fundinn og fara í einangrun. Leiðtogafundurinn fer fram í Brussel og hann sitja leiðtogar allra 27 Evrópusambandsríkjanna. Efni fundarins er undirbúningur samn- ingaviðræðnalotu við Breta um framtíðartilhögun samstarfs sam- bandsins og Breta. – bdj Yfirgaf fundinn Ursula von der Leyen 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.