Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 10
ÍÞRÓTTIR „Íþróttir byggja alltaf á miklum tilfinningum og að mörgu leyti eru tilfinningar frumkraftur íþrótta. Það sést bersýnilega á hegðun áhorfenda á leikjum og það er grundvallarpunktur að ef íþróttir myndu ekki byggja á tilfinningum væru íþróttir ekki svona vinsælar. Þær myndu ekki ná til þess fjölda sem þær gera á heimsvísu,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur, sem hefur sinnt kennslu og rann- sóknum í íþróttafélagsfræði og íþróttasálfræði, þegar Fréttablaðið ræðir við hann um hið fræga faðm- lag eftir leik Íslands og Rúmeníu. KSÍ sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hlið Knattspyrnu- sambandsins var útskýrð eftir að Fréttablaðið vakti athygli á því að hluti starfsliðs karlalandsliðsins hefði brotið reglur UEFA og KSÍ um sóttvarnir eftir leikinn gegn Rúmeníu í síðustu viku. Þá fóru tveir einstaklingar í starfsteyminu, Þorgrímur Þráinsson og Magnús Gylfason, inn á völlinn til að fagna með liðsmönnum íslenska liðsins en síðar kom í ljós að Þorgrímur var smitaður af COVID-19 og var allt þjálfarateymið í sóttkví á leik Íslands og Belgíu í fyrradag. Í tilkynningu KSÍ kom fram að samkvæmt reglum hefði þeim verið heimilt að ganga inn á völlinn en að reglur um fjarlægðarmörk  hefðu verið brotnar þegar þeir komust í snertingu við leikmenn Íslands eftir leikinn. Þá var því bætt við að tilfinningar sem væru stór hluti af íþróttum hefðu ráðið för eins og gerist þegar fólk upplifi stór atvik inn á vellinum og fyrir vikið hefðu menn gleymt sér í andartakinu. Það afsaki ekki þetta og að KSÍ muni leitast við að gera betur og standa undir ábyrgð. Viðar sem hefur unnið að ýmsum rannsóknum tengdum íþróttum, þar á meðal á áhrifum velgengni knattspyrnulandsliðanna, segir að  velgengni landsliða  skili sér í meiri ánægju í íslensku samfélagi. „Þegar Ísland komst á HM jókst vellíðan þjóðarinnar, líf ið var betra og fólk fylltist mikilli þjóð- erniskennd. Íþróttir eru í kjarna sínum byggðar á tilf inningum fólks, stuðningsmanna og þátttak- enda og sumir horfa á íþróttir eins og trúarbrögð. Íslenska leiðin er að spila með hjartanu og við ætlumst til þess að fulltrúar okkar keppi frá hjartanu og fullnýti allar tilfinn- ingar þegar þeir keppa fyrir Íslands hönd.“ Sjálfur hefur Viðar unnið með KSÍ og þekkir því vel til menningarinn- ar innan landsliðsins.  „Ég hef komið að verkefnum með KSÍ og maður finnur að það eru allir samtaka í átt að sameiginlegu markmiði fyrir liðið. Þá geta tilfinn- ingarnar brotist út eins og raun bar vitni, ekkert ólíkt því sem gerist hjá áhorfendum á meðan á leikjum stendur. Áhorfendur missa sig oft þótt að þeir séu ekki þátttakendur, hvað þá einstaklingar sem eru búnir að eyða dögum, mánuðum, jafnvel árum í undirbúningi.“ Aðspurður tekur Viðar undir að þetta sé fín lína á milli þess hvaða snertingar megi leyfa og þess að gæta sóttvarna. „Auðvitað viljum við öll gæta sóttvarna og í þessu tilviki var mikil óheppni að þarna var um að ræða smitaðan einstakling. Íþróttaheimurinn er  að takast á við áskorun sem þau hafa aldrei áður tekist við. Reglurnar sem eru í gildi eiga að hjálpa okkur að sporna við þessu sem er mjög mikilvægt en kannski eru þær ekki fullmótaðar. Í tilviki landsliðsins eru allir búnir að vera í búbblu, saman í langan tíma og búnir að fara margoft í skimun. Hægt er að nefna dæmi að í kvennalandsleiknum voru reglur um að það ætti að vera eins metra bil á milli leikmanna í þjóðsöng- num. Svo fóru leikmenn beint í liðs- myndatöku og spiluðu svo leikinn með tilheyrandi snertingum,“ segir Viðar sem segir þó mikilvægt að gæta þess að huga eins vel að sótt- vörnum og hægt er. „Það er ekki hægt að sjá fyrir aðstæður eins og þessar og það er því eðlilegt að það sé óvissa. Þegar það á við geta grá svæði myndast í regluverkinu og þá koma upp svona túlkunaratriði. Ef þessi veira er ekk- ert á förum næstu ár verður að sníða reglurnar betur að aðstæðum.“ kristinnpall@frettabaldid.is Íþróttir byggjast á tilfinningum Í tilkynningu KSÍ í gær kom fram að starfsfólki sambandsins hefði verið heimilt að fara inn á völlinn en óheimilt að fallast í faðma. Íþróttasálfræðingur segir erfitt að hemja tilfinningarnar á slíkum stundun. Víkingaklappið er hluti af tengslum áhorfenda við íslensku landsliðin í knattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Íþróttir eru í kjarna sínum byggðar á tilfinningum fólks. Viðar Halldórsson, doktor í félagsfræði FÓTBOLTI Freddy Adu sem skaust fram á sjónarsviðið sem þrettán ára vonarstjarna bandarískrar knattspyrnu er búinn að semja við lið í 3. deild sænska boltans. Adu tók því skóna fram á ný eftir tveggja ára fjarveru frá knattspyrnu og mun leika með Osterlen FF í Svíþjóð. Adu varð yngsti leikmaður heims til að skrifa undir atvinnumanna- samning þegar hann skrifaði undir hjá D.C. United, fjórtán ára gamall árið 2003. Adu vakti athygli stærstu liða heims og var boðið á reynslu til Manchester United en það fór f ljót- lega að fjara undan ferlinum. Adu sem er 31 ára í dag hefur verið á mála hjá liðum í Portúgal, Frakklandi, Grikklandi, Tyrklandi, Brasilíu, Serbíu, Finnlandi og nú Svíþjóð. Hann lék á sínum tíma sautján leiki fyrir hönd Bandaríkj- anna og skoraði tvö mörk. – kpt Freddy Adu samdi í Svíþjóð 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT ÍÞRÓTTIR Frá 7. október síðast- liðnum hef ur keppnishaldi í íþróttum hérlendis verið slegið á frest. Íþróttafélögin í landinu sam- mæltust þá um að fylgja tilmælum sóttvarnayfirvalda og ÍSÍ, stöðva tímabundið æfingar liða á höfuð- borgarsvæðinu og hvers konar keppni og mótahald um allt land. Núgilandi sóttvarnareglur renna út mánudaginn 19. október. Lesa má úr orðum Þórólfs Guðna- sonar sóttvarnalæknis að hann muni í dag mæla með því við heil- brigðisráðherra að gildandi sótt- varnareglur muni í meginatriðum gilda áfram næstu vikurnar. Þar verði hins vegar skerpt á fyrirmæl- um á ýmsum sviðum samfélagsins. Skiptar skoðanir eru í knatt- spy rnusamfélaginu um hvort halda skuli áfram mótahaldi eftir að núverandi frestun Knatt- spyrnusambands Íslands, KSÍ, rennur út á mánudag. Samkvæmt bráðabirgðareglugerð sem KSÍ setti vegna COVID-19 skal ljúka keppni í deild og bikar eigi síðar en 1. des- ember. Heimilt er að hætta keppni á Íslandsmótinu og bikarkeppninni ef sýnt þykir að ekki sé mögulegt að klára mótin vegna COVID-19. Verði sömu takmarkanir á æfing- um og keppni áfram við lýði næstu tvær eða þrjár vikurnar er ljóst að mótanefnd KSÍ hefur tæpan mánuð til þess að klára mótin en inn í þann tíma kemur landsleikjagluggi bæði karla- og kvennamegin. Verði mót- unum af lýst mun hlutfallsstiga- fjöldi gilda um niðurröðun sæta og Valur verður Íslandsmeistari karla- megin og Breiðablik í kvennaflokki. Mikið er í húfi fyrir félögin hvað það varðar að færast upp á milli deilda og tryggja sér Evrópusæti. Liðin á höfuðborgarsvæðinu gætu bent á að ósanngjarnt sé að mæta liðum af landsbyggðinni sem hafa getað æft saman síðustu tvær vikur. Á hinn bóginn hafa félög af lands- byggðinni bent á að ekki sé tækt að senda leikmenn liðanna frá svæðum þar sem fá smit eru að greinast til höfuðborgarsvæðisins þar sem faraldurinn er útbreiddastur. Fram kom í frétt Austurfrétta fyrr í þessari viku að forráðamenn Hattar/Hug- ins, Einherja og Fjarðabyggðar hafi óskað eftir því við KSÍ að keppni verði hætt í neðri deildum karla og kvenna. Haft er eftir Guðmundi Björnssyni Hafþórssyni, formanni knattspyrnudeildar Hattar/Hugins, að fleiri félög af landsbyggðinni séu sama sinnis þrátt fyrir að vera ekki með í þessari beiðni. Samkvæmt könnun sem leik- mannasamtökin framkvæmdu um miðjan ágústmánuð á meðal leik- manna í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu á Íslandi myndu rúm- lega 40 prósent svarenda kjósa að KSÍ myndi stöðva keppni. Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar ÍA, benti á það í Twitter-færslu á dögunum að leikmenn væru ekki vélmenni og erfitt væri fyrir þá að stöðva síendurtekið sameiginlegar æfingar liða og það að spila leiki og og hefja keppni aftur með snörpum hætti eftir stöðvun. Það valdi meiðsla- hættu hjá leikmönnum. Einnig hafa komið upp sjónar- mið hjá stjórnarmönnum félaga að þau geti ekki lengur staðið við skuldbindingar við þá leikmenn sem þeir sömdu við fyrir tíma- bilið. Þannig geti mörg félög ekki haft erlenda leikmenn sína áfram á sínum snærum. KSÍ hefur í fyrri yfirlýsingum sagt að stefna sambandsins sé að klára Íslandsmótið og bikarkeppn- ina og í áðurgreindri bráðabirgða- reglugerð segir að mótanefnd KSÍ skuli kappkosta að ljúka mótun- um. Mótanefndinni er heimilt að framlengja mótið ef umtalsverðar líkur eru á að mati nefndarinnar að hægt sé að ljúka viðkomandi móti. – hó Limbó íþróttalífs á Íslandi heldur áfram næstu vikurnar Valsmenn eru með níu fingur á titlinum karlamegin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KSÍ hefur gefið sér út nóvember til að ljúka mótshaldi þessa árs. FÓTBOLTI Leiðir karlaliðs Vestra í knattspyrnu og Bjarna Jóhanns- sonar munu skilja eftir að yfir- standandi keppnistímabili lýkur. Bjarni hefur stýrt Vestra í þrjár leiktíðir og fram kemur í tilkynn- ingu Vestra um viðskilnaðinn að félaginu þyki miður að samstarfinu ljúki á þessum tímapunkti. Bjarni hóf störf fyrir vestan árið 2018 en hann stýrði Vestra upp úr 2. deildinni síðasta haust. Þegar tvær umferðir eru eftir af Lengjudeild- inni er liðið í sjöunda sæti deild- arinnar með 29 stig. Vestri er því öruggt með sæti sitt næsta sumar hvort sem mótið verður klárað eða keppni hætt vegna COVID-19. Fram kom í frétt á fótbolta.net nýverið að tveir erlendir leikmenn sem hafa leikið með liðinu í sumar hafi nú þegar yfirgefið herbúðir Vestra og á mánudaginn kemur muni samningar þeirra erlendu leikmanna sem enn séu fyrir vestan renna út. Því liggi fyrir að liðið muni treysta á heimamenn og þá íslensku leikmenn sem leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils. – hó Breytingar á Vestfjörðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.