Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 16
Ég er auðvita mikill kanil­snúða aðdáandi og elska Cinnabon í USA. Þessi upp­ skrift er eftirherma af þeim nema mig langaði að leika mér aðeins í tilefni af Bleikum október og hafa bleikt ostakrem smurt yfir snúðana,“ segir Berglind og það má með sanni segja að enn og aftur hittir Berglind í mark með bakk­ elsi sem enginn stenst. Berglindi er margt til lista lagt og hæfileikar hennar skína í gegn þegar kemur að því að baka og skreyta kökur og gleðja gestsaugað. Það er um að gera að gleðja sína nánustu á Bleikum föstu­ degi eða í tilefni helgarinnar og baka þessa. Sérstaklega gaman að koma færandi hendi og skilja eftir bakka af bleikum snúðum við dyrnar hjá vinum og vanda­ mönnum. Hægt er að fylgjast með blogginu hennar Berglindar á síðunni gotteri.is. Bleikir Cinnabon-snúðar Snúðadeig 670-700 g Polselli hveiti 1 pk. þurrger (11,8 g) 120 g smjör 250 ml nýmjólk 100 g sykur 1 tsk. salt 2 egg 2 tsk. vanilludropar Setjið hveiti og þurrger í hræri­ vélarskálina og blandið saman (haldið eftir hluta af hveitinu þar til í lokin). Bræðið smjörið í potti og hellið síðan mjólk, sykri og salti saman við og hrærið þar til ylvolgt. Hellið saman við hveitiblönduna og hrærið með króknum á meðan. Bætið eggjum og vanilludropum saman við og síðan restinni af hveitinu ef þurfa þykir. Egg eru misstór og því þarf mismikið hveiti. Setjið hveiti þar til deigið hnoðast vel saman en er samt frekar blautt í sér. Náið því þá úr hrærivélinni og hnoðið saman í höndunum, penslið skál með matarolíu og veltið deiginu uppúr, plastið og leyfið að hefast í um 45 mínútur. Fletjið þá út á hveitistráðum fleti í um 40 x 50 cm og smyrjið kökuform/eldfast mót sem er um 25 x 35 cm að stærð vel með smjöri. Fylling 220 g púðursykur 3 msk. kanill 100 g smjör við stofuhita Smyrjið útflatta deigið vel með smjöri. Blandið saman sykri og kanil og dreifið jafnt yfir deigið. Rúllið upp frá lengri endanum, skiptið niður í 12 einingar og raðið í formið. Plastið að nýju og leyfið að hefast aftur í um 45 mínútur. Bakið þá við 180°C í 20­25 mínútur eða þar til snúðarnir verða vel gylltir. Rjómaostakrem 100 g rjómaostur við stofuhita 60 g smjör við stofuhita 200 g flórsykur 1 tsk. vanilludropar Salt af hnífsoddi Bleikur matarlitur (sé þess óskað) Þeytið saman rjómaost og smjör. Bætið flórsykri saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli. Bætið salti og vanilludropum við í lokin ásamt matarlit, sé þess óskað, og smyrjið yfir volga snúðana. Gott að leyfa þeim að standa í um 15 mínútur. Bleikir Cinnabon-snúðar sem hægt er að kolfalla fyrir Í tilefni af Bleikum október og Bleikum föstudegi bakaði Berglind Hreiðarsdóttir, köku- og matar- bloggari, þessa fullkomnu bleiku cinnabon-snúða sem allir missa sig yfir. Snúðarnir eru ómót- stæðilega ljúffengir og mjúkir þannig að erfitt er að standast þá. Snúðar sem allir verða að prófa. Bleikir snúðar á bleika föstudeginum hljóta að heilla gesti eða vinnufélaga. Snúðarnir líta vel út hjá Berglindi. Sjöfn Þórðardóttir Matarást Sjafnar Berglind heldur úti vinsælu matarbloggi, gotteri.is. MYND/ANTON BRINK FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Veglegt sérblað Fréttablaðsins um vörubíla og vinnuvélar kemur út föstudaginn 23. október nk. T yggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.