Fréttablaðið - 16.10.2020, Page 20

Fréttablaðið - 16.10.2020, Page 20
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Jólahlaðborð Hótel Arkar verður á sínum stað í ár eins og undanfarin ár með örlítið breyttum hætti en áður. Verð- launakokkar standa fyrir dýrindis hlaðborðsveitingum á veitinga- staðnum Hver, en staðurinn hlaut Íslensku lambakjötsverðlaunin í maí síðastliðnum. „Síðastliðin fimmtán ár höfum við haldið jólahlaðborð fyrir hvort heldur fyrirtækjahópa, pör eða einstaklinga. Við stefnum að því að halda jólahlaðborð með breyttu sniði í ár. Maturinn verður eins og vanalega með hefðbundnu og hátíðlegu sniði með nokkuð af villibráð í bland. Þá verður borið fram á borðin í stað þess að hafa eitt stórt hlaðborð fyrir allan salinn. Lagt verður upp með að vera með hringborð fyrir um 8-10 manna hópa og svo sérborð fyrir einstaklinga eða pör. Við byrjum á gómsætri súpu sem borin er fyrir hvern og einn matargest. Svo eru forréttirnir bornir fram á hópaborðin þannig að hóparnir skammta sér sjálfir. Sama gildir um eftirréttina og aðalréttina sem verða bæði kaldir og heitir réttir, með meðlæti og öllu tilheyrandi. Í tilfelli þeirra sem koma ekki í hópum verður maturinn borinn fram á sér- diskum fyrir hvern og einn,“ segir Jakob Arnarson, hótelstjóri á Hótel Örk. Rífandi stemning Ingvar Jónsson sem margir þekkja úr Pöpunum tekur á móti gestum með ljúfum tónum og skemmti- dagskrá, en Ingvar hefur getið sér gott orð sem veislustjóri. „Þetta er þriðja árið sem hann er veislustjóri á hlaðborðinu hjá okkur en hann hefur alveg einstakt lag á því að ná til sem allra flestra, ungra sem aldinna veislugesta.“ Jakob segist búast við að stemningin í ár verði góð og hátíðleg. „Svo er aldrei að vita hvernig ástandið verður í lok nóvember og desember. Ef við erum heppin og ef Þórólfur lofar þá er kannski hægt að hafa diska- þeyti sem heldur uppi stuðinu fram til ellefu. En við förum að sjálfsögðu eftir öllum þeim sótt- varnareglum sem eru gildandi hverju sinni.“ Helgarnar þrjár sem jólahlað- borðið stendur til boða: Föstu- dagar og laugardagar 27. og 28. nóvember, 4. og 5. desember og svo 11. og 12. desember. Gisting Hótelið var stækkað töluvert fyrir tveimur árum og er nú hið glæsilegasta. „Það er alltaf gott að koma í kyrrðina hér í Hveragerði og hótelið er mikill griðastaður. Við bjóðum upp á hagstætt gisti- náttaverð á hótelinu fyrir þá sem langar að gera aðeins meira úr jólahlaðborðinu. Eftir ljúffengan amerískan morgunverð á hótelinu er tilvalið að skella sér í heit böð áður en haldið er heim á leið. En á hótelinu erum við með afar nota- lega sundlaug fyrir hótelgesti og heita potta. Einnig er hér að finna eitt náttúrulegasta gufubað á landinu, og er gufan leidd beint úr jörðinni og inn í gufubaðið.“ Nánari upplýsingar eru veittar á vefsíðu hótelsins hotelork.is og á Facebook: Hótel Örk, þegar nær dregur. Hótel Örk, Breiðamörk 1c – 810 Hveragerði. Sími: 483-4700 Hátíðleg jólastemning á Örkinni Jólahlaðborðið á Hótel Örk hefur heldur betur slegið í gegn hjá landanum enda sameinast í þessu fallega húsi allt í senn gómsætur og hátíðlegur matur, gleðilegur andi og ljúf jólastemning. Jakob Arnarson, hótelstjóri á Hótel Örk, mælir með að hótelgestir nýti sér sundaðstöðuna enda er gufu- baðið einstakt á landsvísu. Maturinn verður ljúffengur eins og vanalega með hefðbundnu og hátíðlegu sniði með nokkuð af girnilegri villibráð í bland. MYNDIR/AÐSENDAR. Jólahlaðborðin á Örkinni hafa verið vinsæl hjá mörgum gestum sem koma aftur og aftur. Ingvar Jónsson, sem margir þekkja úr Pöpunum, tekur glaðlega á móti gestum með ljúfum tónum og hátíðlegri skemmtidagskrá. Ég er alin upp hjá matelskum foreldrum og svo var systir mín lærð smurbrauðsjómfrú og það hafði sennilega sín áhrif,“ svarar smurbrauðsdrottningin Marentza Poulsen um ástæður þess að hún fór meðal annars í læri hjá sjálfri Idu Davidsen, heims- frægri smurbrauðsdrottningu Dana. „Það var mikil upplifun fyrir mig að fá að kynnast Idu Davidsen og fá tækifæri til að vinna með henni, en við erum góðar vinkonur í dag,“ segir Marentza. „Ida hefur mikla ástríðu fyrir smurbrauði og þessum gamla og góða mat sem norrænu þjóðirnar hafa lifað á í gegnum tíðina. Ég lærði að bera virðingu fyrir þeirri matargerð og hversu mikið hægt er að gera úr henni og við hana.“ Marentza kenndi smurbrauðs- drottningunni líka eitt og annað. „Auðvitað lærði Ida ýmislegt af mér og þeim matreiðslumönnum sem við unnum með á árunum sem hún kom til Íslands að vinna við víðfræg jólahlaðborðin á Borginni. Hún kynntist dásamlegu síldinni okkar og hana er að finna á mat- seðli Idu í dag,“ upplýsir Marentza. Fólk sækir í stemninguna Þegar Marentza er innt eftir sinni kærustu minningu af jólahlað- borðum fortíðar, nefnir hún undirbúninginn. „Það var svo mikil tilhlökkun að undirbúa allan þennan mat og smakka áður en stóri dagurinn rann upp. Svo að kenna fólki að borða mikinn mat án þess að standa á blístri. Það voru líka margir sigrar við það eitt að sjá gesti prófa eitthvað sem þeir héldu að þeir gætu alls ekki borðað, til dæmis síld sem var þá ekki mikið á borðum landans á aðventunni líkt og á hinum Norðurlöndunum, en það hefur breyst.“ Marentza segir smurbrauð sannarlega við hæfi á jólahlað- borðum. „Siðurinn kemur frá Dönum enda eru þeir þekktastir fyrir sitt „smörrebröd“. Danir eru mjög árstíðabundnir þegar kemur að matargerð. Á þessum árstíma er meira um feitari mat, til dæmis lifrarkæfu, svínakjöt og alls kyns síldarrétti og tíðkast að hópar hittist á aðventunni til að gera sér glaðan dag og njóta þess að borða gott „smörre“ með kældum snafs og bjór. Það er stemningin sem fólk sækist eftir og mér finnst við Íslendingar alveg vera þar, við kunnum að njóta aðventunnar í allri sinni dýrð.“ Í aðdraganda jóla verður Mar- entza með jólaplatta á Klömbrum á Kjarvalsstöðum en þar er opið alla daga frá klukkan 10 til 17. „Já, ég verð með jólasmurbrauð, síldarplatta með fimm tegundum af heimagerðum síldarréttum og jólaplatta með heitum og köldum réttum. Einnig jóla- glögg og epla skífur, sem gerist nú varla jólalegra á aðventunni,“ segir Marentza sem einnig rekur Café Flóruna í Grasagarðinum á sumrin. „Mín uppáhaldsbrauðsneið á aðventunni er með purusteik, heimagerðu rauðkáli og góðri puru. Hún verður auðvitað á boð- stólum á Klömbrum,“ segir Mar- entza og gefur lesendum uppskrift af gómsætu smurbrauði til að njóta í jólaljósum, hlýju og gleði. Smurbrauð með roastbeef og kartöflusalati Kartöflusalat: 1 kg kartöflur, soðnar, kældar, skrældar og skornar í teninga 2-3 dl majónes 2 msk. 18% sýrður rjómi 2-3 tsk. sætt franskt sinnep 1 dl graslaukur 2 msk. kapers Salt og pipar eftir smekk Haldið kartöf lunum til hliðar á meðan öðru hráefni er hrært vel saman og bætið við meira sinnepi, salti og pipar ef vill. Bætið því næst kartöf lunum saman við majónesblönduna. Smurbrauðsgerðin: Smyrjið rúgbrauðssneið með smjöri. Raðið fallega ofan á hana fjórum sneiðum af roastbeef, en líka má nota skinku og jafnvel hangikjöt. Setjið kartöf lusalat ofan á miðju brauðsins og skreyt- ið með steiktum laukhringjum, radísum, sýrðum agúrkum og einhverju grænu, til dæmis karsa, kerf li eða steinselju. Borðað vel án þess að standa á blístri Smurbrauðsdrottningin Marentza Poulsen segir Íslendinga, líkt og frændur vora Dana, kunna vel þá list að njóta aðventunnar í allri sinni dýrð og gera sér glaðan dag í jólalegum mat og drykk. Smurbrauðsdrottningin Marentza Poulsen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Smurbrauð a la Marentza, með roastbeef og heimalögðu kartöflusalati. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RJÓLAHLAÐBORÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.