Fréttablaðið - 16.10.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 16.10.2020, Síða 22
Í dag er hægt að fá alls konar fallegar umbúðir, svo sem kassa, gjafapoka, krukkur og krúsir, slaufur og borða og því er ekkert mál að búa til fallega og per- sónulega gjöf. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Hvort sem er fyrir jólin eða bara núna er gaman að útbúa persónulegar gjafir og gauka að vinnufélögunum. Það þarf ekki mikið til að gleðja aðra og það hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en einmitt nú. Í dag er hægt að fá alls konar fallegar umbúðir, svo sem kassa, gjafapoka, krukkur og krúsir, slaufur og borða og því er ekkert mál að búa til fallega og persónu- lega gjöf. Eitt af því sem skemmti- legt er að gefa eru flórentínur, en þær eru sérlega ljúffengar og fallegar smákökur sem kitla bragðlaukana. Þær eru til í ýmsum útgáfum og hægt er að leika sér með því að prófa mismunandi uppskriftir. Hér er ein góð sem ekki á að klikka. Flórentínur með möndlum 175 g mjúkt smjör 85 g sykur ½ tsk. vanilludropar 225 g hveiti ¼ tsk. kanill 225 g dökkt súkkulaði Setjið smjör, sykur og vanillu- dropa í skál og hrærið vel saman, helst í hrærivél, þar til blandan verður létt og ljós, Bætið þá hveiti og kanil saman við. Hnoðið deigið vel saman og mótið kúlu úr því. Pakkið inn í plastfilmu og látið kólna í ísskáp í um klukkustund. Hitið ofninn í 180°C. Klæðið bökunarplötu með bökunar- pappír. Takið deigið úr kæli og fletjið þunnt út. Deigið á að vera álíka þykkt og hundraðkrónu- peningur. Notið glas til að skera út kökur og raðið þeim á bökunar- plötuna. Setjið skraut ofan á hverja köku fyrir sig. Bakið í ofni í 12-15 mínútur eða þar til kökurnar hafa tekið á sig gylltan lit og skrautið hefur bráðnað yfir þær. Látið kólna í um 15 mínútur. Takið því næst súkkulaðið og látið það bráðna varlega yfir vatns- baði. Það er líka hægt að bræða það í örbylgjuofni. Dýfið botn- inum í súkkulaði eða penslið hann með súkkulaði og skreytið með blönduðum kokteil- berjum. Núna eru þessar dásam- legu flórentínur tilbúnar. Njótið vel! Skraut með möndluflögum 75 g smjör 75 g ljós púðursykur 75 g síróp ½ tsk. salt 75 g hveiti 75 g kokkteilber, smátt skorin 115 g möndluflögur án hýðis Setjið smjör, sykur, síróp og salt í pott og bræðið saman við lágan hita. Takið pottinn af hitanum og bætið hveiti út í. Blandið því næst kokteilberjum og möndluflögum saman við. Þetta er látið kólna svo blandan stífni örlítið. Heimagert góðgæti gleður Það er gaman að gleðja samstarfsfólk með góðgæti og lífga þannig upp á skammdegið. Enn skemmtilegra er þegar það er heimagert. Flórentínur með möndlum eru alltaf góðar. Flórentínur eru góðar kökur sem henta vel á veisluborðið. MYND/GETTY Hótel 360° er falin perla sem opnaði dyr sínar fyrir íslenskum gestum í júní í sumar og síðan hafa allar helgar verið fullbókaðar af Íslendingum. Hér er hægt að njóta slökunar í heitum böðum á lúxushóteli og sveitasælu skammt frá borginni,“ segir Ólafur Sigurðsson, hótel- stjóri 360° Hótels sem var opnað síðsumars 2018. Fyrstu misserin þjónaði hótelið eingöngu útlendingum, allt þar til það hóf að bjóða Íslendingum að koma til hóteldvalar í dásam- legu umhverfi í sumarbyrjun. Á hótelinu eru þrettán stór her- bergi ásamt stórri heilsulind með heitum úti- og inniböðum, köldum böðum, sána og dásamlegu nudd- og slökunarhergi. „Hótelið hefur frá fyrsta degi fengið hæstu ein- kunn hjá erlendum gestum, það fær framúrskarandi umsagnir um allan heim og TripAdvisor valdi það besta hótel landsins, af 2.600 hótelum,“ upplýsir Ólafur. Fram undan er nóg að gera á 360° Hóteli. „Fyrstu helgina í nóvember verður jóga- og vellíðunarhelgi, og frá 14. nóvember og fram að jólum verður boðið upp á hefðbundið jólahlaðborð með gistingu á laugardögum. Eftir nýárið taka svo við árshátíðartilboð, villibráðar- kvöld og fleira skemmtilegt,“ segir Ólafur. Hægt er að taka á móti allt að 26 gestum á hótelinu. „Þriggja rétta kvöldverður er framreiddur í veitingasal með stórkostlegu útsýni, barinn er með öllum tegundum drykkja og í miðju hótelsins er undurfallegur salur til að hittast og ræða málin yfir drykk,“ segir Ólafur. 360° Hótel er í aðeins 70 kíló- metra fjarlægð frá Reykjavík. „Hótelið stendur í kyrrlátri sveit á Suðurlandi, umlukið skógi sem þó skyggir ekki á stórkostlegt útsýnið. Öll herbergi eru með gólfsíðum gluggum, stórum baðherbergjum og bestu rúmum sem völ er á,“ segir Ólafur og hlakka til að taka vel á móti gestum sínum í vetur. 360° Hótel er að Mosató 3, austan við Selfoss. Sími 562 2900 og net- fang stay@360hotel.is. Allar nánari upplýsingar á 360hotel.is Jólamatur í sveitasælu 360° Hótel dregur nafn sitt af geysifögru útsýni yfir Suð- urland. Þar býðst nú dýrðlegt jólahlaðborð með gistingu. Jólakrásirnar eru ómótstæðilegar. 360° Hótel býður upp á lúxuslíf og dekur í jólamat, drykk og unaðslegri heilsulind. MYNDIR/ANNA FJÓLA Hvíld og friður með glæst útsýni. LÚXUS HÓTEL JÓLAHLAÐBORÐ HEITIR POTTAR OG SAUNA 360hotel.is Lorem ipsum 6 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RJÓLAHLAÐBORÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.