Fréttablaðið - 16.10.2020, Page 23

Fréttablaðið - 16.10.2020, Page 23
í mat og drykk, borða þar til það er að springa af vellíðan og góðum mat, en líka njóta stundarinnar með sínum nánustu eða jafnvel vinnufélögum, og skemmta sér í góðra vina hópi,“ segir Siggi sem hefur yndi af jólahlaðborðum og matarstússinu í kringum þau. „Jólahlaðborð er norrænn siður Stóri salur Bryggjunnar tekur á annað hundrað manns og er sjarmer- andi að geta horft yfir í netagerðina og njóta útsýnis yfir höfnina í Grindavík. Takið eftir sviðinu þar sem hljómsveit leik- ur fyrir dansi. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Siggi Hall segir jólahlaðborð vera eins og jólin sjálf, með hefðbundnum jólamat í dálæti þjóðarinnar en alls verða um fjörutíu réttir á jólahlaðborði Bryggjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Siggi Hall er fullur tilhlökk- unar að taka á móti gestum í uppáhalds jólamatinn sinn á Bryggjunni þegar nær dregur jólum. MYND/SIGURJÓN RAGNAR Það er ákaflega sjarmerandi að njóta kvöldstundar og jólastemningar við höfnina í Grindavík. Að hlusta á brimið skella utan í bryggjuna, sjá norðurljósin dansa og horfa út á óravíddir Atlantshafsins yfir indælu atlæti og góðum mat á Bryggjunni. Það er sannkallað jólaævintýri að taka sér ferð á hendur um fagurt landslag Suðurnesj- anna og njóta gómsæts jólamatar og kvöldskemmtunar við höfnina í Grindavík, þar sem ríkir sjarmer- andi og svolítið óhefluð hafnar- stemning,“ segir einn af ástsælustu meistarakokkum landsins, sjálfur Siggi Hall. Siggi er kominn í jólaskap og ætlar af sinni alkunnu snilld að matbúa hátt í fjörutíu jólakrásir á dýrindis jólahlaðborð Bryggjunn- ar í Grindavík. Honum til aðstoðar verður matreiðslumaðurinn Dag Kristoffersen sem unnið hefur í mörg ár hjá Íslandshótelum, meðal annars sem yfirkokkur á Hótel Heklu. „Ég er búinn að matreiða jóla- mat á jólahlaðborð Íslendinga í hartnær þrjátíu ár en ákvað að ganga til liðs við góða félaga mína á Bryggjunni fyrir hálfu öðru ári. Við buðum upp á jólahlaðborð á aðventunni í fyrra og seldist upp öll sex kvöldin og yfir þúsund manns mættu. Það skal engan undra því þetta kalla ég skemmti- jólahlaðborð með úrvali jólarétta, líf legri stemningu og skemmti- legri jólatónlist undir borðhaldinu sem svo breytist í fjörugt jólapartí þegar líður á kvöldið,“ segir Siggi, en stuðtríó Magga Kjartans, Helgu Möller og Axel Ó munu flytja jóla- lög og leika fyrir dansi á jólahlað- borði Bryggjunnar. Bestu bitar bæjarins Siggi ætlar að tefla fram mörgum af sínum eftirlætis jólaréttum á jólahlaðborði Bryggjunnar. „Gestum Bryggjunnar ætla ég að bjóða upp á jólamat í sér- stöku dálæti, þar á meðal danska „flæske steg“, séríslenska síldarrétti og íslenska villigæs. Á boðstólum verður hefðbundinn jólamatur af fínustu sort og við vinnum allan mat frá grunni,“ upplýsir Siggi í einum mesta útgerðarbæ landsins. „Við njótum þess að matbúa jólarétti úr fersku sjávarfangi bæjarins, enda er Grindavík einn stærsti framleiðandi bleikju og sjóbirtings, í algjörlega sjálf bæru og umhverfisvænu landeldi. Því verðum við að sjálfsögðu með bestu bita bæjarins á jólahlað- borðinu, sjóbirting sem við látum reykja sjálfir og grafna bleikju,“ segir Siggi sem jafnframt leggur á jólahlaðborðið allt frá jólalegum forréttum yfir í kalkún, nautalund, purusteik, hangikjöt, hamborgar- hrygg og tilheyrandi meðlæti sem kórónar hina fullkomnu jólamál- tíð. „Við verðum með allt sem hugurinn girnist í munn og maga og æðislegt hlaðborð með ómótstæðilegum jólaeftirréttum, eins og Pavlovu í jólaskapi, ris à l’amande og fleira gómsætt og til- heyrandi á jólum.“ Hafnarfílingur og fjör Bryggjan í Grindavík státar af einum skemmtilegasta veislu- sal landsins sem tekur á annað hundrað manns í sæti og er rúmt um alla. Salurinn er nútímalegur en inn af honum sést í netagerðina og bryggjuna fyrir utan. „Það er mjög skemmtilegur hafnarfílingur á Bryggjunni og fer vel um fólk,“ segir Siggi og hlakkar til hlaðborðskvöldanna í desember. „Jólahlaðborð eru jafn hefð- bundin og jólin sjálf heima. Flestir vilja borða sömu jólaréttina yfir hátíðardagana og þeir sem koma á jólahlaðborð vilja gera vel við sig Jólaævintýri við höfnina Sjálfur Siggi Hall galdrar fram sínar uppáhaldsjólakrásir á jólahlaðborði Bryggjunnar í Grindavík á aðventunni. Hann kallar það skemmtijólahlaðborð því á Bryggjunni er fjör og dansað eftir matinn. Dag Kristoffersen matreiðslu- maður. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI og vinsæll á öllum Norðurlönd- unum. Maturinn er víðast hvar með svipuðu sniði en þó með sín sérkenni eins og Íslendingar sem leggja á borð sitt séríslenska hangi- kjöt, laufabrauð og síldarréttina. Eitt eiga þau svo öll sameiginlegt og það er hrísgrjónagrautur sem eftirréttur og í mörg hundruð ár hefur jólagrautur í hátíðarbúningi verið snæddur á skandinavískum jólum.“ Heimsfræg humarsúpa Bryggjan er komin á heimskortið fyrir matreiðslu á heimsmæli- kvarða. „Á sumrin iðar höfnin af mannlífi og gestir stinga sér inn á Bryggjuna til að fá sér ferskasta fiskinn beint af kajanum og heims- fræga humarsúpu sem í útlenskum blöðum hefur verið sögð sú besta í heimi,“ segir Siggi og víst er að jóla- stund á Bryggjunni svíkur heldur engan. „Grindavík er íslenskt sjávar- pláss eins og þau gerast best og þar er ákaflega sjarmerandi að njóta kvöldstundar og jólastemningar suður með sjó. Þar sjást norður- ljósin dansa yfir djúpinu þegar þau skína, þar er heillandi að horfa og hlusta á brimið sem skellur utan í bryggjuna og horfa út á óravíddir Atlantshafsins yfir indælu atlæti og góðum mat á Bryggjunni.“ Jólahlaðborð Bryggjunnar verður helgarnar 4. og 5. desember og 11. og 12. desember. Borðapantanir í síma 426 7100 og á netfanginu info@bryggjan.com. Verð 9.900 krónur en 8.900 fyrir hópa. KYNNINGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 JÓLAHLAÐBORÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.