Fréttablaðið - 16.10.2020, Side 26

Fréttablaðið - 16.10.2020, Side 26
 Dýrin búa við góðan kost og þessir litlu framleið- endur bera mikla virð- ingu fyrir hráefninu. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Eirný segist hafa unnið yfir sig á ákveðnu tímabili svo hún ákvað að selja búðina í lok árs 2017 til að endurheimta krafta sína. „Ég hef alla tíð unnið mikið og alltaf með kollinn fullan af hug­ myndum. Eftir að ég seldi búðina fór ég að leggja enn meiri áherslu á Matarmarkað Íslands í Hörpu sem óx og dafnaði með hverju árinu. Við ætluðum að vera með markað í mars en urðum að aflýsa honum vegna COVID. Við stefndum á jóla­ markað í desember sem verður því miður ekki. Það er ekki hægt í ljósi aðstæðna að hóa hópi fólks á sama staðinn,“ segir hún. Erlendir brautryðendur „Við Hlédís Sveinsdóttir höfum verið með þessa markaði í níu ár og ég held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir hversu mikil gróska er í smáframleiðslu á Íslandi. Sömuleiðis var mikil eftir­ spurn eftir matarmarkaðnum því gestir voru nálægt 30 þúsund. Það eru svo ótrúlega margir að gera góða hluti. Þegar ég kom heim Sprenging í matarnýjungum Eirný Ósk Sigurðardóttir stofnaði Búrið á sínum tíma. Hún hafði þá búið í Edinborg í Skotlandi í sautján ár og fannst vanta verslun sem legði áherslu á lífræna ræktun og íslenskar gæðavörur. Eirný Ósk Sigurðardóttir rak osta- og ljúfmetisbúðina Búrið í tíu ár. Hún hefur alltaf látið íslenska matargerð sig miklu skipta og hefur verið með Matarmarkað Íslands í Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN frá Skotlandi var þetta rétt að byrja en síðan hefur framleiðslan stöðugt verið að aukast. Það er mikil virðing borin fyrir íslenskri framleiðslu,“ segir Eirný en bætir við að henni finnist samt eins og það hafi verið útlendingar sem hafi verið brautryðjendur í heima­ framleiðslu. „Ég get nefnt hjónin í Hálsi í Kjós, þau Lisu Boije af Gennaes og Þórarin Jónsson. Lisa kemur frá Sviss og var vön því að hægt væri að kaupa beint frá bónda. Þau eru sérfræðingar í nautakjöti. Þá get ég einnig nefnt Tomas Atla Ponzi og Björk Bjarnadóttur sem rækta grænmeti í Mosfellsdal, aðallega tómata. Svo framleiðir Bettina Wunsch í Brautartungu í Háfs­ hverfinu í Þykkvabænum geitaís sem er einstakur. Loks get ég nefnt Roberto Tariello sem framleiðir dásamlegt salami og aðrar ítalskar pylsur. Hann vann gullverðlaun fyrir rauðvínssalami á handverks­ matarhátíð. Roberto er Ítali en hefur búið lengi hér, settist að í Þykkvabænum og hefur hjálpað til við að búa til atvinnutækifæri þar. Mjög spennandi nýjungar sem hann er að framleiða,“ segir Eirný og segir þessa upptalningu ekki tæmandi. Einstakt hugmyndaflug „Ég á nokkra uppáhalds fram­ leiðendur og get nefnt Sólsker á Hornafirði sem er með dásam­ legan heitreyktan makríl. Eigand­ inn, Ómar Fransson, er sjómaður og vildi nýta það sem hann dró á land. Sannarlega frumkvöðla­ starf. Einnig get ég nefnt hjónin á Brúnastöðum, Stefaníu Leifsdóttur og Jóhannes Helga Ríkharðsson. Hún hefur verið að þróa verkefni í ostagerð, til dæmis geitaost og aðra kindaosta. Svo er Hvannar lambið frá Fagradal ótrúlega gott og maður getur gengið að gæðunum vísum. Það er mikið af skemmti­ legum nýjungum sem hafa verið að fæðast um allt landið. Það má vel nefna harðfisk sem er orðinn að vinsælu prótínsnakki. Hugmynda­ flugið er alveg einstakt en núna eru litlir matarframleiðendur komnir yfir eitt hundrað auk handverks­ framleiðenda. Það má því segja að það hafi orðið sprenging á þessu sviði,“ segir Eirný og bendir á að þegar fólk kaupi vörur beint frá bónda geti það gengið að gæð­ unum vísum með sögu og rekjan­ leika. „Dýrin búa við góðan kost og þessir litlu framleiðendur bera mikla virðingu fyrir hráefninu,“ segir hún. Kráareigandi í Skotlandi Eftir BA­nám og síðan MSc í Edin­ borg vann Eirný hin ýmsu störf í Skotlandi. „Meðfram námi var ég veitingastjóri á veitingahúsi, einn­ ig kenndi ég á tímabili og starfaði þá í kastala í hálöndum Skotlands. Ég sótti síðan um í frumkvöðla­ keppni og fékk peningastyrk til að stofna rekstarþjónustu en ég hef alltaf verið viðloðandi mat og drykk,“ segir Eirný sem meðal annars gerðist kráareigandi í Edinborg. „Það má segja að ég hafi alltaf verið eitthvað að bardúsa. Á tímabili f lutti ég inn ólífuolíu frá Grikklandi og seldi í Skotlandi. Þá kynntist ég matarmörkuðum. Matargerð hefur alltaf verið mikil ástríða hjá mér og það var ástæða þess að ég opnaði Búrið á sínum tíma. Ég reyndi að bjóða nýj­ ungar í matargerð, meðal annars púrtvíns lagaða gráðosta sem urðu mjög vinsælir fyrir jólin og voru orðin hefð á mörgum heimilum. Einnig var ég með ýmsar sultur og annað meðlæti. Þetta var heljar­ innar framleiðsla. Þá bauð ég upp á námskeið sem voru vinsæl en liggja núna niðri vegna COVID,“ segir Eirný en hún og Svavar Hall­ dórsson eru með þætti á RÚV sem nefnast Heimur ostanna. Auðvelt að nálgast vörurnar Eirný segir að matarviðburðir séu loksins að fæðast hér á landi. „Þetta er framtak sem bætir matar­ menningu landsins. Ég er ótrúlega bjartsýn á framtíð matarmarkaða og smáframleiðenda,“ segir Eirný og þegar hún er spurð hvernig best sé að nálgast þessar vörur á tímum kórónuveirunnar, svarar hún: „Það eru margar leiðir til að nálgast íslenskar vörur og netið er hjálplegt. Ég get nefnt beintfra­ byli.is og matarbudin.is. Einnig er Reko á Facebook en þar er hægt að panta vörur og sækja og síðan okkar Matarmarkaður er einnig á Facebook. Umgjörðin utan um íslenska smáframleiðendur er orðin sterkari en hún var og hún er líka hvetjandi fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu spor á þessum markaði,“ segir Eirný og víst er að allir ættu að geta fengið uppáhaldsvörurnar sínar fyrir jólin þótt enginn verði matarmarkaðurinn. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. NÝJAR UMBÚ ÐIR 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.