Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 25

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 25
19 í afkvæmarannsókn til notkunar viö gerð kynbótaeinkunnar fyrir feður slátur- lamba. Ritgerðir um þetta efni verða birtar á árinu. FÓÐURRANNSÓKNIR. Verkefnum fóðurrannsóknadeildar má skipta í fjóra meginþætti. 1. Meltanleikarannsóknir: a) með búfé „IN VIVO" b) í glösum „IN VITRO". 2. Votheysrannsóknir: fóðurgildi og gæóamat. 3. Fóðrunartilraunir. 4. Beitarrannsóknir (fóðurgildi beitargróðurs). Meltanleikarannsóknir. a) Með búfé „IN VIVO". Megintilgangur þessara rannsókna er að aðhæfa beinar mælingar á meltanleika í dýrum (sauðir) mælingaraðferðum á efnarannsóknastofu „IN VITRO" svo að fært sé að meta fóðurgildi í stórum stíl. Á árinu voru tekin fremur fá sýni/en það stafar af önnum við önnur verk- efni/ en mannafli var nánast óbreyttur. Ákvarðað var fóðurgildi í graskögglum, 15 ákvarðanir (3 sýni)/ en 9 ákvarð- anir á votheyi (2 sýni). Innan skamms verður lögð áherzla á meltanleika- ákvarðanir á grænfóðri, kálif höfrum, rýgresi og í votheyi. b) Meltanleiki í glösum „IN VITRO". IN VITRO ákvarðanir urðu nokkru færri raeð hinni hefðbundnu tveggja stiga aóferð með vambarvökva og pepsin, saltsýra (Tilley og Terry). Jafnframt var ákvarðaður meltanleiki með sellulasænsímaðferð, sem sett hefur verið upp við stofnunina. Líklegt erfað fyrst um sinn a.m.k. verði báðar aðferöir í notkun. Meðfylgjandi tafla sýnir skiptingu afgreiddra niðurstaðna úr sýnumf sem ákvarðaður hefur verið meltanleiki í.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.