Fjölrit RALA - 13.09.1980, Qupperneq 30
24
7. tafla hér á eftir sýnir meðalþunga lambanna á fæti við upphaf og
lok tilraunarinnar, fallþunga og kjötprósentu. (Sja bls. 24a.)
í þriója lagi var á Hesti gerö plöntuvalstilraun og notaðar við hana
hálsopsær. Búnaóarfélag islands sá um framkvæmdina.
Uppskera var mæld eins og áður og sýni tekin til efna- og meltan-
leikaákvörðunar, en þeim mælingum er ekki lokið enn. Gróður var greindur
í öllum tilraununum.
Dr. Robert E. Bement, beitarsérfræðingur frá Colorado, sem verið hefur yfir-
umsjónarmaður með tilraununum gagnvart FAO, kom hingað í september og dvald-
ist hér 10 daga. Fór hann á flesta tilraunastaðina. Einnig kom hingað á
vegum Alþjóóakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) dr. A.J.F. Russel, fóðurfræðingur
frá Hill Farming - stofnuninni í Skotlandi, cg gaf góð ráð um tilraunirnar.
BÚTÆKNIRANNSÓKNIR.
Starfsemi bútæknideildar greinist í megindráttum í fjögur svið:
1. búvélaprófanir,
2. tilraunir með jarðræktartækni,
3. tilraunir með fóðurverkun og verkunartækni,
4. tilraunir með innréttingar og tæknibúnað í útihúsum.
1. Búvélaprófanir.
Árið 1979 voru alls 16 landbúnaðarverkfæri send til prófunar í bútækni-
deild. Opinberar skýrslur birtust um 10 tæki og voru þær sendar áskrif-
endum, jafnframt því sem útdráttur úr þeim birtist í Frey.
Eftirfarandi verkfæri voru í prófun:
Búvél
Parmiter, votheyshnífur
IH 435, heybindivél
Lely, heyþyrla
Niemeyer, sláttuþyrla
Vicon OM 165, sláttuþyrla
Vicon CM 240, sláttuþyrla
Condor, baggatína
Neuero, heyblásari
Neuero, heymatari
Neyero, heydreifibúnaður
K.R. / baggatína
Heyhitamælir
Fella, stjörnumúgavél
IH, baggalyfta
Carboni, heyhleðsluvagn
Fraser, flutningavagn
Söluumboð Prófun
Vélaborg, ólokið
SÍS, véladeild lokið
Glóbus h/f lokið
Hamar h/f lokið
Glóbus h/f lokið
Glóbus h/f lokið
Vélaborg lokið
Glóbus h/f lokió
Glóbus h/f lokið
Glóbus h/f lokið
K.R. Hvolsvelli lokið
Örtölvutækni h/f ólokið
Glóbus h/f ólokið
SÍS, véladeild ólokið
Glóbus h/f ólokið
Glóbus h/f ólokið