Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 56

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 56
46 Upp var skoriö 23. september. Við uppskeru voru eftirtaldir þættir mældir og taldir; Bygg: 1. fjöldi blaða á aðalstöngli, 2. fjöldi axbærra stöngla á hverri plöntu, 3. fjöldi axa á flatareiningu* 4. hæð aðalstönguls, 5. fjöldi koma í axi, 6. lega, 7. þurrefnisinnihald korns, 8. þúsundkornaþyngd. Repja: 1. fjöldi plantna á flatareiningu/ 2. uppskera á flatareiningu, 3. þurrefnisinnihald, Geymd voru sýni af komi og repju til efnagreiningar síðar, ef nauðsyn- legt verður talið. VISTFRÆÐIRANNSÓKNIR. Vistfræðirannsóknir á viðfangsefnum, er varða landbúnað, hófust með landgræðsluáætlun 1975. Árið 1979 var haldið áfram að kanna áhrif víðtækrar ræktunar, svo sem þurrkun mýra og uppgræðslu lands, á umhverfi og lífríki. Enn fremur var fengizt við búveöurathuganir og tekið til við hlunninda- athuganir á árinu. 1. Athugun á áhrifum þurrkunar í fjallamýri. Kannað var lífríki hálf- þurrkaðrar nýrar og önnur hliðstæð óframræst tekin fyrir til samanburðar. Mið var haft af framkvæmdalýsingu undangenginna rannsókna á Hestsmýri. 2. Rannsókn á þurrkun mýrlendis að Hesti. Hér er um að ræða samvinnu- verkefni margra aðila. Haldið var áfram að mæla efnainnihald og rennsli yfir- borösvatns á svæðinu og kanna jarðvegseyðingu af völdum vatnselgs. Fylgzt var með þroska grasa og fuglalífi m.m. Gróðursýni voru tekin til að mæla orkuflæði í raýrinni og rotnunarhraða jurta. 3. Eftirlit var haft með mengun vatns vegna búskapar á þann hátt,aö tekin voru vatnssýni á ýmsum tímum árs úr skurðum, læk og á og þau síðan efnagreind. 4. Notkun plaströra við 'framræslu var reynd í sambandi við ræsingu á mýri að Hesti. 5. Á árinu var fylgzt með uppgræðslureitum á hálendi og raældar

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.