Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 44
34
d) Hnitun gróðurkorta - flatarmálsmæling, Gerður var samningur
vió verkfræðistofuna Hnit um að taka að sér flatarmálsmælingu eóa hnitun
gróðurkorta bæði í byggð og á hálendi. Mælingar þessar eru gerðar raeð tölvu-
tengdum flatarmálsmæli (planimeter). í tölvuútskriftinni kemur flatarmálið
bæði mælt í láréttu plani af kortinu og leiðrétt fyrir halla, flatarmál
gróðurlenda leiðrétt fyrir mismunandi þéttleika gróðurs, heildarfjöldi fóður-
eininga og fjöldi nýtanlegra fóðureininga í hverju gróðurhverfi og á gróður-
lendinu öllu, enn fremur flatarmál ræktanlegs og óræktanlegs lands á hverri
jörð og hvers konar land er um að ræða. Nú hafa verið hnitaðir nokkrir helztu
afréttir á Suðurlandi og nokkrar jarðir. Að fenginni þessari reynslu er
ekkert því til fyrirstöðu að hraða þessari vinnu eftir því sem fjármagn leyfir.
e) Tilraunir meó áburð á úthaga. Haldið var áfram uppgjöri í flokki
tilrauna sem hófst 1967 með áburðardreifingu á úthaga. Niðurstöður úr til-
raununum, sem urðu alls 34, hafa birzt nokkuð víða, bæði í erindum og í rit-
uóu máli, en heildaruppgjöri mun ljúka 1980. Tilraunir þessar hafa það aó
markmiði að kanna áhrif áburðar á uppskeru og gróðurfar ýmissa helztu gróður-
lenda landsins við ólík gróðurskilyrði og hvert sé hagkvæmasta áburðarmagn og
hlutföll. Borin er saman áburðardreifing hvert ár og annað hvert ár og fylgzt
með eftirverkun áburðar. Það kemur glöggt fram í þessum tilraunum, að ýmsar
landgerðir svara áiburði misvel. í sumum tilvikum fæst nánast enginn uppskeru-
auki eftir áburðinn, en í öðrum tífaldur eða meiri. Þarf því að vanda
vel val á landi til áburðardreifingar. Við áburðinn verða grös víðast nokkuð
einráð í gróðurbreiðunni, en aðrar tegundir hopa að sama skapi. Áhrif áburð-
ardreifingar í tvö ár vöruðu mislengi, en voru víðast að mestu horfin eftir
sex ár.
f) Rannsóknir á lúpínu.
Á árinu var áherzla á þessar rannsóknir aukin nokkuð. Rannsóknirnar
beindust einkum að vinnubrögðum við smitun og sáningu alaskalúpínu svo og
nýtingarmöguleikum hennar. Rannsóknir þessar leiddu m.a. í ljós að ræktun og
meðferð lúpínunnar er að mörgu leyti auðveldari en gert hafði verið ráð fyrir,
og einnicj að köfnunarefnisframleiðsla rótargerlanna takmarkast líklega ekki
jafn mikið af veðurfari og haldið hefur verið.
Sáning eða plöntun lúpínu virðist vera árangursrík og ódýr leið til að
græða upp örfoka land, en einnig má nota hana sem áburðarframleiðanda í skóg-
rækt og við jarðyrkju. Nýting lúpínunnar til beitar eða fóðurverkunar er
sem stendur vandkvæðum bundin vegna tiltölulega mikils innihalds af svoköll-
uðum alkaloid efnum, sem eru ýmist skaðleg eða valda því, að skepnur sneiða