Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 35

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 35
27 Þurrheysverkun. Unnið var að tilraunum með þurrkun heys á velli. Gerð var ein tilraun með snúningstíma heys. Sýndi hún hagstæð áhrif þess að snúa heyinu sem allra fyrst eftir slátt, innan tveggja stunda frá slætti. Er þá miðað vió árdegisslátt í sæmilegum þurrki. Nokkrar mælingar á nærviðri heysins bentu til þess, að sólgeislunin nái aðeins til efstu stráanna í flekknum, en neðar sé kalt og rakt loft með litlu eimhungri. Athugunum þessum verður haldið áfram að sumri. Vegna prófunar á tveimur sláttuþyrlum með heytæti voru gerðar tvær þurrk- unartilraunir í því skyni að kanna þurrkunarörvandi áhrif vélanna í sam- anburði við notkun heyþyrlu eingöngu. Áhrif heytætanna til örvunar þurrk- unarhraða reyndust fremur lítil (sjá prófunarskýrslur nr. 493 og 492). Ef aðstæður leyfa/ verður tilraunum með vélar af þessu tagi haldið áfram næsta sumar. Spurningunni um það, hvort betra sé að slá í tvísýnum þurrki (en á „réttu" þroskastigi) eða bíða öruggs þerris, var enn sinnt. Lokið var fóðrunarathugun á heyflokkunum, sem aflaó var sumarið 1978. Tilraunin var endurtekin sumarið 1979; fóðrunarathugun á því heyi fer væntanlega fram í febrúar 1980. Að henni lokinni verða allar tilraunir í þessu verkefni gerðar upp, en þær hafa staðið frá sumrinu 1977. Gerðar voru tilraunir með mismikið loftmagn við súgþurrkun vélbundins heys. Kom fram talsverður munur á þurrkunarhraða heysins og verkun þess. Á sviði súgþurrkunar var einnig unnið nokkuð að mælingum á loftmótstöðu í hey- stæöum. Loks má geta athugunar á notagildi íblöndunarefnis í þurrhey, en áhugi á efnum, sem verndað geta þurrlegt hey í geymslu, er talsverður um þessar mund- ir. Reynt var efnið „Hay savor" frá fyrirtækinu Kemin, en efni með sama heiti var reynt á Hvanneyri fyrir áratug. Efnið reyndist ekki draga að ráði úr hita- myndun í heyinu (rakastig 25-30%) í athugun þessari. Má vera, að áhrifaleysi efnisins sé að einhverju leyti ójafnri íblöndun að kenna. 4. Innréttingar og tæknibúnaður í útihúsum. Haustið 1977 hófust tilraunir meó húsvist sauöfjár. Að tilraununum er staðið í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri með fjárstyrk frá Byggingar- stofnun landbúnaðarins og framleiðnisjóði. Þessum tilraunum er ætlaö að veita svör við því, hvaða áhrif mismunandi húsagerð hefur á þrif fjárins. Snemma árs 1979 kom út skýrsla, Tilraunir með húsvist sauðfjár (Fjölrit RALA, nr. 41), og er þar greint frá fyrsta árs niðurstöðum. í tilrauninni eru nú 120 ær, og reynd eru bæði einangruð og óeinangruð hús með eða án gólfgrinda.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.