Fjölrit RALA - 13.09.1980, Blaðsíða 35

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Blaðsíða 35
27 Þurrheysverkun. Unnið var að tilraunum með þurrkun heys á velli. Gerð var ein tilraun með snúningstíma heys. Sýndi hún hagstæð áhrif þess að snúa heyinu sem allra fyrst eftir slátt, innan tveggja stunda frá slætti. Er þá miðað vió árdegisslátt í sæmilegum þurrki. Nokkrar mælingar á nærviðri heysins bentu til þess, að sólgeislunin nái aðeins til efstu stráanna í flekknum, en neðar sé kalt og rakt loft með litlu eimhungri. Athugunum þessum verður haldið áfram að sumri. Vegna prófunar á tveimur sláttuþyrlum með heytæti voru gerðar tvær þurrk- unartilraunir í því skyni að kanna þurrkunarörvandi áhrif vélanna í sam- anburði við notkun heyþyrlu eingöngu. Áhrif heytætanna til örvunar þurrk- unarhraða reyndust fremur lítil (sjá prófunarskýrslur nr. 493 og 492). Ef aðstæður leyfa/ verður tilraunum með vélar af þessu tagi haldið áfram næsta sumar. Spurningunni um það, hvort betra sé að slá í tvísýnum þurrki (en á „réttu" þroskastigi) eða bíða öruggs þerris, var enn sinnt. Lokið var fóðrunarathugun á heyflokkunum, sem aflaó var sumarið 1978. Tilraunin var endurtekin sumarið 1979; fóðrunarathugun á því heyi fer væntanlega fram í febrúar 1980. Að henni lokinni verða allar tilraunir í þessu verkefni gerðar upp, en þær hafa staðið frá sumrinu 1977. Gerðar voru tilraunir með mismikið loftmagn við súgþurrkun vélbundins heys. Kom fram talsverður munur á þurrkunarhraða heysins og verkun þess. Á sviði súgþurrkunar var einnig unnið nokkuð að mælingum á loftmótstöðu í hey- stæöum. Loks má geta athugunar á notagildi íblöndunarefnis í þurrhey, en áhugi á efnum, sem verndað geta þurrlegt hey í geymslu, er talsverður um þessar mund- ir. Reynt var efnið „Hay savor" frá fyrirtækinu Kemin, en efni með sama heiti var reynt á Hvanneyri fyrir áratug. Efnið reyndist ekki draga að ráði úr hita- myndun í heyinu (rakastig 25-30%) í athugun þessari. Má vera, að áhrifaleysi efnisins sé að einhverju leyti ójafnri íblöndun að kenna. 4. Innréttingar og tæknibúnaður í útihúsum. Haustið 1977 hófust tilraunir meó húsvist sauöfjár. Að tilraununum er staðið í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri með fjárstyrk frá Byggingar- stofnun landbúnaðarins og framleiðnisjóði. Þessum tilraunum er ætlaö að veita svör við því, hvaða áhrif mismunandi húsagerð hefur á þrif fjárins. Snemma árs 1979 kom út skýrsla, Tilraunir með húsvist sauðfjár (Fjölrit RALA, nr. 41), og er þar greint frá fyrsta árs niðurstöðum. í tilrauninni eru nú 120 ær, og reynd eru bæði einangruð og óeinangruð hús með eða án gólfgrinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.