Fjölrit RALA - 13.09.1980, Blaðsíða 38
30
4. Fóðurnefnd (sjá 3. gr. laga 53/1978) tók til starfa 1978, hélt þá
einn fund og 19 fundi árið 1979. Nefndin hefur afgreitt tvö tjónamál og fjallað
um ýmsan vanda, sem upp hefur komið, og verið til ráðuneytis um hann.
5. Forráðamenn frá fóðursölufyrirtæk junum KFK og FAF í Danmörku kcmu í heimsckn til
FR á árinu, en þessi fyrirtæki selja mikið fóður til íslands. Frá KFK kom
B. Lund-Jensen ráðunautur og frá FAF H. Nissen framkvæmdastjóri og G. Deich-
gráber framleióslustjóri. Farið var með hina síðasttöldu til Akureyrar,
Sauðárkróks, Blönduóss og Borgarness, ástand fóðurs kannað, húsakostur og
aðstaða. Sendu þeir síðan skýrslu um för sína. Heimsóknir þessar hafa haft
gagnlegar afleiðingar og eru þær þegar komnar í ljós að hluta til.
6. Reglugerð um framkvæmd fóðureftirlitsins hefur ekki enn séð dagsins ljós,
og verður að viðurkenna,að það hefur dregizt úr hömlu. Lokið er tillögugerð
að því er varðar fóðureftirlitið og almenn ákvæði væntanlegrar reglugerðar
og mun fóðurnefnd taka málið fyrir. Sjá í þessu sambandi ársskýrslu RALA 1978,
39. bls.
2. Fræeftirlit.
Ný lög um verzlun með og framleiðslu á sáðvörum tóku gildi í maí 1978,
en þar sem reglugerð um framkvæmd laganna vantar enn, er sáðvörueftirlit
óvirkt að kalla að því undanskildu, að það veitir fræinnflugningsleyfi.
Veitt voru samtals 133 fræinnflutningsleyfi á árinu. Mestallt það
fræ var framleitt samkvæmt OECD-reglum um framræktun af viðurkenndum stofnuml
Með flestum sendinganna fylgdu einnig vottorð frá viðurkenndum stofnunum
um hreinleika og spírunarhæfni. Oftast var þetta fræ gæðavara.