Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 27

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Side 27
21 Beitargróóur. í samvinnu við gróðurrannsóknir var hafin athugun á plöntuvali sauðfjár og næringargildi beitargróðurs (sjá kaflann um gróðurrannsóknir og gróður- kortagerð). NAUTGRIPARANNSÓKNIR. 1. Á vegum graskögglanefndar, sem skipuð var samkvæmt tillögu vorfundar 1978, var unnið aó skipulagningu graskögglatilrauna fyrir mjólkurkýr. Nefndin gerði tillögur um eftirfarandi tilraunir: a) Möðruvellir. Tvisvar 4 kýr í flokkatilraun með snemmslegið og síðslegió hráefni í graskögglum sem fóðurbæti. Tilraunin var gerð í samvinnu við Ræktunarfélag Norðurlands. Unnið er að uppgjöri og skýrslugerð. b) Laugardælir. Fjórum sinnum 5 kýr í flokkatilraun með grasköggla og kjarnfóður. Hráefnis til graskögglanna var aflað af sömu spildu og 1 a , en á sláttutíma þar á milli. Tilraunaliðir voru þessir: a. Fóðurgildi grasköggla sagt 1.0 kg/F.fe. b. " " " 1.15 c. " " "1.30 d. Kjarnfóður. Unnið er að uppgjöri og skýrslugerð með 1 a. 2. Athugaður var átlystarvandi, sem upp kom í mjólkurkúm á fóðri frá fóðursala. Reyndist unnt að einangra eitt fóðurefni fiem ótvíræðan áhrifa- vald. Ekki var unnt að útiloka áhrif sumra tegunda fiskimjöls. FÓÐRUNARTILRAUNIR MEÐ HOLDANAUT. Á árinu voru gerðar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins tvær tilraunir með fóðrun holdanautakálfa í Gunnarsholti og þriðja tilraunin hófst í desember. Gerð var tilraun með fisk- og hvalmeltu sem próteinuppbót á fóður 6-7 mánaða gamalla (um 167 kg) holdanautakálfa. Fengu þeir reyðarhvalsmeltu, búrhvalsmeltu, slógmeltu, grásleppumeltu og loðnumeltu. Einnig var reynd fóðrun á graskögglum með íblandaðri slógmeltu. Allir hóparnir fengu grunnfóður úr eggjahvíturýru heyi og fitublönduðum graskögglum. Til samanburð- ar var annars vegar gefið loðnumjöl ásamt grunnfóðrinu og hins vegar grunnfóður

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.