Fjölrit RALA - 20.05.1997, Page 35

Fjölrit RALA - 20.05.1997, Page 35
25 Kalrannsóknir 1996 ■ Vetrarbygg ■IVetrarhveiti ■Vetrarrúgur Rauösmári ■■Vallarfoxgras S1 Beringspuntur Uppsöfnun efnasambanda eftir 5 daga svellun hjá vetrarkorni, 11 daga hjá rauðsmára og 25 daga svellun hjá grösum. Nú eru hafnar rannsóknir á því hvernig kolvetni íplöntum brotna niður í þessi öndunarefni. Frostþol trjáplantna (185-9312) Kal á trjáplöntum á MöðruvöIIum. Kalskemmdir voru litlar á trjáplöntum nú í sumar og voru þær ekki metnar. Plantað var út miklu af þeim efniviði sem lifði af frostþolsprófanir á sitkagreni, og er hugmyndin að fylgjast með því í framtíðinni. Gerð er grein fyrir þeirri frostþolsprófun hér síðar. Frostþolsprófanir á birki og sitkagreni, forverkefni. Verkefni þetta er samvinnuverkefni Skógræktar ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnað- arins. Var það gert upp á árinu og lokaskýrsla send Rannís. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í síðustu jarðræktarskýrslu og má þar sjá lýsingu á vinnuaðferðum. Markmiðin voru þessi: 1. Að afla upplýsinga um það hvenær ársins trjáplöntur eru í því lífeðlisfræðilega ástandi, sem gefur besta svörun og aðgreiningu arfgerða í forstþolsprófunum, svo og hvaða hitastig hentar best til frystingar. 2. Að athuga hvort einstakir plöntuhlutar (sprotar) svari frostþoisprófunum eins og heilar plöntur (bakkaplöntur með rætur). 3. Að kanna hvort aldur plantna skipti máli í sambandi við frostþol birkis. 4. Að þjálfa vinnubrögð og kanna möguleika á frekara samstarfi Skógræktar ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins varðandi frostþolsprófanir á trjákenndum gróðri. Efniviðurinn var tvö kvæmi af sitkagreni (Homer og Cordova) og tvö af birki (Þórðarstaðir, Fagrahlíð). Borin var saman frysting á bakkaplöntum og sprotum. A sprotunum voru skemmdir metnar með (1) leiðnimælingu, (2) mati á skemmdum á sprotum eftir þokuúðun og (3) mati á skemmdum í brumi eftir þokuúðun. Heildarniðurstöður eru þessar: Markmið 1 (árstími - aðgreining arfgerða): Sitkagrenið virðist vera að harðna allan septembermánuð og góð aðgreining ætti að fást með frystingu í þeim mánuði. Ef aðeins er sóst eftir harðgerðustu kvæmunum eða einstaklingunum er eðlilegt að gera slíka frostþolsprófun í fyrri hluta september. Til að skilja frá þá allra slökustu ætti frysting að fara fram í lok septembermánaðar. Eitthvað svipað mætti hugsa sér með birkið en vera e.t.v.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.