Fjölrit RALA - 20.05.1997, Qupperneq 51
41
Landgræðsla 1996
Norcoast og Tumi eru beringspuntsyrki, en Jóra og Unnur snarrótaryrki. Heitin eru vinnuheiti
og yrkjunum hefur ekki verið lýst.
Einkunnir voru hugsaðar 0-10 1996, nema mat á vetrardauða á Öxnadalsheiði er fjöldi
reita.
A Öxnadalsheiði.
Tilraunin var metin og borið á 9. júní og aftur metin 8. sept. Þótt sáðgresið hefði verið skammt
á veg komið haustið 1995 var gróðurþekja nokkuð jöfn og því má vænta þess að góður
árangur muni nást við að bera saman yrki. í sumum reitum mátti sjá glögg merki þess að
plöntur hefðu drepist, en hvergi var sáðgresið aldauða. Ekki reyndist unnt að gefa kali
mismunandi einkunnir eftir reitum og því var aðeins skráð hvort dauðar plöntur fyndust í
reitnum. í töflunni er fjöldi reita af hverju yrki þar sem þess gætti. Enn fremur virtist vöxtur
misjafn eftir reitum og var það metið. Þegar metið var um haustið var áberandi á sumum
reitum að plöntur höfðu verið rifnar upp við beit. Þetta var metið. I grenndinni sást
hrossahópur á beit. Mismunur reita fer annars vegar eftir mismunandi beitarálagi, t.d. vegna
mismunandi sprettu, og hins vegar eftir viðnámi plantnanna gegn sliti.
/ Hörgárdal
Illa kom upp í þessari tilraun 1995 og var tvísýnt að vert væri að halda henni áfram.
Niðurstaðan varð þó að einni af þrem endurtekningum var haldið við og þekja metin. Þessir
reitir eru á öðrum stað en hinir. Gróður er að vísu ójafn, en gróðurþekja þó töluverð og nógu
mikil til að vert geti verið að fylgjast með framvindu hennar. I töflunni eru meðaltöl einkunna
9. júní og 8. sept. Algengast var að einkunnin hækkaði um 1 frá vori til hausts nema þar sem
þekjan er minnst. Mest hækkaði hún hjá Sámi, úr 2 í 5. Ekki sáust nein merki um beit.
Sáningar 1996
Á Brúnastöðum
Sáð var í gryfju á bökkum Svartár, neðan túns á Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði. Tilraunin er innan túngirðingar þar sem kúm er beitt. Jarðvegur er nokkuð misjafn,
sums staðar er melurinn upp úr. Eldri gróður er nokkur í einni blokkinni sem er í túnjaðrinum.
Jarðvegur var mjög þurr þegar sáð var, nema í túnjaðrinum, laus í sér og hætti mjög mikið til
að þyrlast upp.
Sáð var 10. júní. Reitastærð er 2x12 m. Reitirnir voru metnir 9. sept. Fræið hafði
spírað nokkuð strjált, í toppum, væntanlega vegna þess að það hefur fokið saman og aðeins
fengið festu á stöku stað í þurri og lausri, rokgjarnri moldinni. Nær enginn aðskotagróður er í
2 blokkum á melnum við ána. Ekki var því veitt athygli að tilraunin hafi orðið fyrir ágangi.
Við Stangarlæk
Tilraunin er í malarnámi við Stangarlæk vestan Laugarvatnsvegar í Grímsnesi. Féð á
Svínavatni mun bíta þarna nokkuð.
Sáð var 6. júní. Reitastærð 2,5x10 m. Skilyrði til sáningar voru góð. Sáðbeður var
sæmilega rakur. Nokkur mold er í sáðbeðnum, en 1. blokk nær þó upp á mel. Náttúmlegur
gróður var ekki mikill, þó meiri eftir því sem vestar dregur.
Tilraunin var metin 10. sept. I tilrauninni hefur komið mjög jafnt upp, e.t.v. best uppi á
melnum. Fræ hefur borist með vatnsrennsli milli reita á einum stað. Þess sáust merki að gripir
hefðu komið á tilraunalandið, aðallega sauðfé, en ekki var mikil beit. Mikill haustlitur var
kominn á snarrót og nokkur á beringspunt, einnig á VáFol.