Fjölrit RALA - 20.05.1997, Page 84
Möðruvellir 1996
74
Beitargæði og uppskera í beitarhólfum geidneyta á Möðruvöllum.
I tengslum við verkefni með uxa til kjötframleiðslu var fylgst með ástandi tveggja beitarhólfa
sumarið 1995. Tólf uxar um 9-13 mánaða gamlir voru í hvoru hólfi frá 21. júní til 11.
október. Annars vegar var um nokkuð vel gróinn og gróskumikinn úthaga (Fjallshólfið) að
ræða um 18 ha að stærð, þar af 3 ha nánast ógrónir melar. Ríkjandi grastegund var snarrót
sem þakti 10-15% hólfsins. Hins vegar var áborið tún um 1,5 ha og um 1,0 ha af vetrarrýgresi
sem beitt var á um haustið á s.k. Suðurengi. Þar höfðu uxarnir einnig aðgang að 0,5 ha móa,
mest snarrót, og 0,5 ha af mýri, sem var mest gul- og mýrarstör, auk þess sem strandsauð-
laukur fannst á blettum. Túnið var með um 70% snarrót. Aðrar tegundir voru vallarsveifgras,
vallarfoxgras og hvítsmári. Á túnið var borið 1. júní Græðir 3 sem svarar 100 kg N, 13 kg P
og 49 kg K á ha. Vetrarrýgresið var af stofninum Tetila og var raðsáð sem svarar 30 kg/ha 28.
maí. Flagið var plægt haustið áður og tætt um vorið sama dag og sáð var. Þann 1. júní var
borið á sem svarar 133 kg N, 13 kg P og 47 kg K á ha í Græði 6. Rýgresið var randbeitt frá
21. ágúst til loka beitartímans. I júní gerði mikil flóð í Hörgá með þeim afleiðingum að aur
þakti túnið og kaffærði rýgresisfræið þannig að spretta tafðist umtalsvert, auk þess sem
rýgresisfræið náði ekki að spíra á köflum þar sem setið var hvað þykkast. Beitargæði og -
framboð varð því aldrei eins mikið og stefnt var að. Uppskera, þyngd og brjóstmál uxa var
mælt á tveggja vikna fresti. Uppskeran var mæld á 10 stöðum völdum af handahófi í hvoru
beitarhólfi í hvert skipti. Klipptar voru rendur sem eru 9,5 sm á breidd og 2 m á lengd. Sama
aðferð var notuð í rýgresinu og bættust þá við 10 mælingar. Helstu niðurstöður má sjá á
meðfylgjandi myndum.
Beitarframboð fyrir uxa í tilraun á Möðruvöllum, 1995
Mikill munur er á beitarframboði milli hólfa. Beitarframboð í ræktaða hólfinu verður að
teljast á mörkum þess að vera nægjanlegt.