Fjölrit RALA - 20.05.1997, Blaðsíða 84

Fjölrit RALA - 20.05.1997, Blaðsíða 84
Möðruvellir 1996 74 Beitargæði og uppskera í beitarhólfum geidneyta á Möðruvöllum. I tengslum við verkefni með uxa til kjötframleiðslu var fylgst með ástandi tveggja beitarhólfa sumarið 1995. Tólf uxar um 9-13 mánaða gamlir voru í hvoru hólfi frá 21. júní til 11. október. Annars vegar var um nokkuð vel gróinn og gróskumikinn úthaga (Fjallshólfið) að ræða um 18 ha að stærð, þar af 3 ha nánast ógrónir melar. Ríkjandi grastegund var snarrót sem þakti 10-15% hólfsins. Hins vegar var áborið tún um 1,5 ha og um 1,0 ha af vetrarrýgresi sem beitt var á um haustið á s.k. Suðurengi. Þar höfðu uxarnir einnig aðgang að 0,5 ha móa, mest snarrót, og 0,5 ha af mýri, sem var mest gul- og mýrarstör, auk þess sem strandsauð- laukur fannst á blettum. Túnið var með um 70% snarrót. Aðrar tegundir voru vallarsveifgras, vallarfoxgras og hvítsmári. Á túnið var borið 1. júní Græðir 3 sem svarar 100 kg N, 13 kg P og 49 kg K á ha. Vetrarrýgresið var af stofninum Tetila og var raðsáð sem svarar 30 kg/ha 28. maí. Flagið var plægt haustið áður og tætt um vorið sama dag og sáð var. Þann 1. júní var borið á sem svarar 133 kg N, 13 kg P og 47 kg K á ha í Græði 6. Rýgresið var randbeitt frá 21. ágúst til loka beitartímans. I júní gerði mikil flóð í Hörgá með þeim afleiðingum að aur þakti túnið og kaffærði rýgresisfræið þannig að spretta tafðist umtalsvert, auk þess sem rýgresisfræið náði ekki að spíra á köflum þar sem setið var hvað þykkast. Beitargæði og - framboð varð því aldrei eins mikið og stefnt var að. Uppskera, þyngd og brjóstmál uxa var mælt á tveggja vikna fresti. Uppskeran var mæld á 10 stöðum völdum af handahófi í hvoru beitarhólfi í hvert skipti. Klipptar voru rendur sem eru 9,5 sm á breidd og 2 m á lengd. Sama aðferð var notuð í rýgresinu og bættust þá við 10 mælingar. Helstu niðurstöður má sjá á meðfylgjandi myndum. Beitarframboð fyrir uxa í tilraun á Möðruvöllum, 1995 Mikill munur er á beitarframboði milli hólfa. Beitarframboð í ræktaða hólfinu verður að teljast á mörkum þess að vera nægjanlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.