Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 7
YFIRLIT
® / óupphituðu gróðurhúsi úr plasti reyndust fljótvaxnar gulrœtur af stofninum
Nantes Napoli vel.
® Óvenjulegar gerðir matjurta af ýmsu tagi geta aukið ánægju manna af
garðrækt, einkum í heimilisgarðrœkt, en atvinnumenn geta einnig ræktað
slíkar jurtir til að auka fjölbreytni á markaðinum. Parísar gulrætur eru t.d.
hnöttóttar og litlar og margir telja að þœr séu Ijúffengari en venjulegar
gerðir af gulrótum, t.d. Nantes. Notkun heiðgulra gulróta, t.d. af stofninum
Palatinato er skemmtileg tilbreyting í matargerð.
® Ræktun agúrkna heppnast allvel í óupphituðum plastgróðurhúsum. Þetta á
við um allar gerðir agúrkna; gróðurhúsagúrkur, þrúgugúrkur og asíur.
Rœktun á asíum heppnaðist best.
® Agúrkur verður að ala upp í heitu gróðurhúsi og gróðursetja þær ekki í köldu
gróðurhúsi fyrr en nokkuð öruggt er að næturhiti fari ekki niður fyrir 3-4°C.
Á Hvanneyri hefur venjulega verið óhætt að fœra plönturnar í kalda húsið
fyrstu dagana í júní. Frá gróðursetningu á Wilma og þar til fyrstu asíurnar
voru tíndar liðu að meðaltali 32 dagar og svipaður dagafjöldi var hjá flestum
hinna afbrigðanna.
® Af asíum reyndust afbrigðin Lisanna, Nadina, Jolina og Wilma vel. Aðeins
var reynt eitt afbrigði af gróðurhúsagúrkum, Minibar, sem gaf minni
uppskeru en bestu afbrigðin afasíum.
® Reynt var að rœkta papriku, tómata og mergju í óupphituðu plastgróðurhúsi
með slökum árangri.
® Reynd voru fimm afbrigði af blaðsalati. Plönturnar voru forrœktaðar. í
óupphituðu plastgróðurhúsi virðist uppskerafást 40-60 dögum eftir sáningu.
® Reynd voru ellefu aýbrigði af höfuðsalati. Af smjörsalati reyndust Atlanta,
Orestro og Tannex vel, af íssalati Nabucco og Webbs Wonderful og af
Bataviasalati, Hanson Improved.
1