Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 10

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 10
TILRAUNAAÐSTÆÐUR í þessari ritsmíð þýðir orðið tilraun, rannsókn með minnst tvær endurtekningar á hverri meðhöndlun, það er að segja svo nefnda samreiti. í athugun er hins vegar aðeins einn reitur með hverri meðhöndlun. Athuganir og tilraunimar voru allar gerðar í plastgróðurhúsum, sem sagt er frá hér að framan. Gróðurhúsin standa á mýrarjarðvegi og eru innan skjólbelta frá 1957 og 1958. Jarðvegurinn er 1-1,5 m djúpur. Rúmþyngd hans er 0,2-0,3 g/cm^ og glæðitap 55-65%. Veðurfarið hefur mikil áhrif á sprettu jurta í óupphituðum plastgróður- húsum. Enda er sólin eini hitagjafinn. f heiðskýru veðri verður mjög heitt í húsunum á daginn, en á nætumar kólna þau mikið. Það er ákaflega nauðsynlegt að opna húsin þegar heitast er. Það er vandamál, þegar verið er með margar tegundir plantna í sama húsi, að þær gera mismunandi kröfur til hita. Veðurfarið ræður því hvert hitastigið verður í húsunum og gróðurhúsunum verður að þjóna í samræmi við það. Veðurathuganir sem getið er um á töflum 1 og 2 vom gerðar á Hvanneyri í samvinnu við Veðurstofu íslands. Birtar eru niðurstöður þeirra yfir sprettu- mánuðina. Tölumar ero fengnar úr tilraunaskýrslum Bændaskólans á Hvanneyri. 1. tafla. Meðalhiti (°C) á Hvanneyri árin 1984-1995. Table 1. Mean temperature (°C) at Hvanneyri in May - September 1984-1995. Ár Maí Júní Júlí Ágúst September 1984 5,7 9,5 11,3 9,8 6,8 1985 6,9 9,5 9,7 9,5 5,0 1986 4,6 8,7 10,0 9,3 6,4 1987 6,4 9,6 11,3 10,7 6,9 1988 6,6 8,5 10,3 10,5 5,9 1989 4,4 8,8 10,0 9,8 6,7 1990 6,9 9,5 11,9 10,6 6,0 1991 7,2 8,9 12,9 10,9 6,4 1992 5,7 8,1 9,9 9,7 6,2 1993 4,8 8,9 9,0 9,1 8,5 1994 6,6 7,7 12,1 10,0 5,9 1995 5,0 7,2 10,5 10,5 8,0 4

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.