Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Blaðsíða 18
3. Blaðgrænmeti
3.1 Beðja (Beta maritima)
Beðja er náskyld rauðbeðura. Hún er lítið notuð á íslandi, en sunnar í Evrópu er
hún algeng matjurt. Áður hefur verið sagt frá ræktun á beðju árið 1982 (Magnús
Óskarsson, 1989). Þá var spínatblaðka (Lucullus) ræktuð og tókst það vel.
11. tafla. Uppskera af beðju.
Table 11. Varíeties and mean yield ofchard.
Stofn Varieties Ár í athugunum Years of observations Uppskera, kg/rn^ Mean yield, kg/nfi
Donkerone Gladde Witribbig 1989 2,0
Fordhook Giant 1989 1,9
Mangold . 1994 1,8
Árið 1989 var beðjan ræktuð undir trefjadúk. Dúkurinn skemmdi útlit
plantnanna. Árið 1994 var beðja af afbrigðinu Mangold frá Log. ræktuð í
óupphituðu plastgróðurhúsi. Um miðjan september höfðu um 40% af plöntunum
njólað.
3.2 Blómasalat
í blönduðu blómasalati (Flower petal salad) voru fimm tegundir blómjurta. í
athugun, sem gerð var árið 1992, í óupphituðu gróðurhúsi, döfnuðu blómin vel,
uppskera var alls 4,79 kg/m^. Hver tegund blóma var ekki vegin sérstaklega.
Breskar leiðbeiningar segja, að það eigi að uppskera plöntumar snemma á
morgnanna, vegna þess að þá sé mestur sykur í þeim. Á Hvanneyri reyndust
blómin visna mjög fljótt, þannig að blóm, sem skorin vom upp að morgni, vora
visin að kvöldi. Sáð var til blómanna í óupphituðu gróðurhúsinu 14. maí, byrjað
að uppskera blómin 13. júlí og uppskera lokið 10. ágúst.
3.3 Garðsúra (Rumex acelosa)
Sáð var garðsúrum árin 1991 og 1992. Árið 1993 fékkst uppskera af garðsúrum,
sem sáð var árið áður.
12 tafla. Uppskera af garðsúru.
Table 12. Yield ofsorrel._____
Ár Year Uppskera, kg/m^ Mean yield Uppskerutímabil Growing period
1991 9,5 25. júní - 10. sept.
1992 6,2 2. júlí - 10. sept.
1993 3,1 8. júní - 9. sept.
12