Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Qupperneq 27

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Qupperneq 27
4. Laukar 4.1 Graslaukur (Allium schonoprasum) Árin 1980-1988 voru gerðar tilraunir með graslauk í tilraunagarðinum. Laukurinn A. schonoprasum var firá Síberíu og Danmörku og A. oleraceum var frá Rúmeníu og Bæ í Borgarfirði (Magnús Óskarsson, 1989). Árið 1989 voru sex afbrigði af lauknum ræktuð bæði úti og inni í óupphituðu plastgróðurhúsi. Ræktun inni tókst ekki betur en ræktun úti, enda var laukurinn í skugga inn í húsinu. Árið 1992 var sáð graslauk frá Ed. H. í húsið. Uppskera var 1,72 kg/m^. Árið 1993 var enn gróðursettur graslaukur í gróðurhúsið. Uppskera var 1,12 kg/m^ og uppskera hófst 12. júní og lauk 9. september. 4.2 Pípulaukur (Alliumfistulosum) Pípulaukur er fjölær, en á Hvanneyri hefur verið sáð til hans og hann alinn upp í heitu gróðurhúsi, áður en honum hefur verið plantað út í óupphitað plastgróðurhús. Uppeldið tók að meðaltali 55 daga. Plöntumar vom gróðursettar á tímabilinu 27. maí til 11. júní. Uppskera fór fram á txmabilinu 9. júní til 9. september. Aðeins var um athuganir að ræða. Það hefur ekki verið reynt að rækta laukinn utan dyra, sem væri áhugavert. Reynd hafa verið tvö afbrigði, Ishikura long og Santa Clause. Uppskera hefur að meðaltali verið þessi: Tshikura long. ræktað 1992-1995. Uppskera af plöntu 285 g og 4,0 kg/mA Santa Clause. ræktað 1990-'91 og 1993-’95. Uppskera af plöntu 429 g og 3,98 kg/m^. Þau ár sem bæði afbrigðin hafa vexið í ræktun, hefur Ishikura long gefið af sér meiri uppskem. 4.3 Blaðlaukur (Púrra) (Allium ampeloprasum, var. porrum) Athuganirnar sem hér er fjallað uin, vora gerðar á árunum 1989-1995. Á ámnum 1977-1988 var blaðlaukur í sjö ár í athugunum á Hvanneyri, sem áður hefur verið ritað um (Magnús Óskarsson, 1989). Árin 1989-1992 vom aftur gerðar athuganir á stofnum af blaðlauk. 21

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.