Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Síða 42
Garðablóðberg eða timían
Eins og vænta mátti tókst vel að rækta garðablóðberg inni í óupphituðu plast-
gróðurhúsi, enda er það víða ræktað úti í görðum. Árið 1994-1995 lifði garða-
blóðbergið af veturinn, þó að plastið væri tekið af gróðurhúsinu. Það getur verið
að lífslíkur plantnanna séu meiri, vegna þess að þær hafa getað búið sig undir
veturinn í gróðurhúsinu, áður en plastið var tekið af.
Kerfíll
Það er auðvelt að rækta kerfil í óupphituðu plastgróðurhúsi. Enda segir Hafsteinn
Hafliðason (1989): "Best er að sá kerflinum í slöttum, með u.þ.b. viku til
hálfsmánaðar millibili fram eftir sumri. Ræktunin tekur aðeins um 4-6 vikur." í
þeim athugunuin, sem gerðar voru á Hvanneyri voru plöntumar aldar upp í heitu
gróðurhúsi, en trúlega hefði mátt sá þeim beint út í kalt gróðurhús, en þá hefði
dregist lengur fram á sumar að fá uppskeru.
Mintur
Það reyndist engum vandkvæðum bundið að rækta hrokkinmintu, grænmintu og
piparmintu í óupphituðu plastgróðurhúsi. Á Hvanneyri vom blöð mintanna
aðallega notuð sem skraut á mat og ofurlítið sem krydd. Líklega era þó mintur
þekktastar fyrir að vera tejurtir, einkum piparmintan og grærtmintan.
í Finnlandi eru mintur mikið notaðar og margir bændur rækta þær
(Galambosi, B. 1994). Minturnar eru látnar lifa af veturinn sé það unnt, enda er
meiri uppskera af þeim annað árið en það fyrsta.
Salvía
Uppskera af salvíu hefur verið lítil, þó sáð hafí verið til hennar á vorin í heitu
gróðurhúsi og henni síðan plantað út í óupphitað plastgróðurhús. Hoppe, E.
(1988) segir: "Salvía er fjölær og ætti að geta lifað af veturinn í gróðurhúsum."
Salvían lifði veturinn 1994-1995 af, þó plastið væri tekið af húsinu um haustið.
Sumarið eftir var uppskeran mun meiri en af fyrsta árs plöntum. Hoppe, E. (1988)
segir að það sé meira kryddbragð af ungum plöntum en gömlum.
Steinselja
Steinselja skiptist í tvær gerðir, önnur er með tiltölulega slétt blöð en hin með
hrokkin blöð. Seinni gerðin er aðallega notuð í Norður-Evrópu. Eftir athugunum
á Hvanneyri að dæma, virðist ganga ágætlega að rækta báðar gerðir í
óupphituðum plastgróðurhúsum. 0ijord, N.K. (1981) segir að í Norður - Noregi
beppnist að sá steinselju beint út í óupphituð plasthús, sé sáð um mánaðrmótin
mars/apríl. Hann segir einnig að plönturnar lifi af veturinn, ef þær eru huldar
hálmi.
36