Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 43

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 43
Dillja (Anetum graveolens) og Meiran (Majorana hortensis) Magnús Óskarsson (1989) skýrir frá ræktun á dillju (dilli) í óupphituðu plasthúsi á Hvanneyri árið 1982. Ræktunin gekk vel. Meiran, sem hiotið hefur mörg nöfn, kryddmæra, majoram og mejram, var ræktuð tvisvar í plastgróðurhúsi á Hvanneyri. Árið 1984 heppnaðist ræktunin fremur illa. Árið 1988 var meiran ræktuð aftur og þá með mun betri árangri. Krydd- og tejurtir í óupphituðu plasthúsi Krydd- og tejurtir voru eingöngu athugaðar á litlum reitum í óupphituðum plastgróðurhúsum á Hvanneyri. Aðallega var reynt að komast að því hvort vöxtur jurtanna væri viðunandi, lélegur eða óviðunandi. Þetta mat tilraunafólks er tekið saman á töflu 30. 30. tafla. Mat á hæfni kryddjurta til vaxtar í köldu plastgróðurhusi á Hvanneyri. Table 30. Evaluation of how suitable herbs are to grow in an unheated plastic greenhouse at HvanneyrL________________________________________________________________________________ Ræktun heppnaðst vel Cultivation was successful Ræktun heppnaðist miður vel Cultivation was partly successful Ræktun heppnaðist illa Cultivation was unsatisfactory Dillja (Dill) Basilíka (Basil) Aru's (Anise) Esdragon (Tarragon) Meiran (Marjorams) Rósmarín (Rosemary) Garðablóðberg (Thyme) Konander (Coriander) Kamilla Salvía (Sage) Kertill (Chervil) Sfgóð (Fennel) Mintur (Mints) Síeinselja (Parsley) Jurtir, sem fá þá umsögnina að ræktun hafi heppnast miður vel, er trúlegt að megi rækta á Hvanneyri með þolanlegum árangri í góðum árum. Æskilegt væri að velja bestur staðina í gróðurhúsinu fyrir þær. í tilraunum, sem gerðar voru í Finnland, kom í ljós að magn af rokkendum olíum í kryddjurtum var meira í jurtum, sem ræktaðar voru í gróðurhúsum en þeim, sem ræktaðar voru úti (Galambosi, B. et.al. 1994). Styrkur kiyddbragðsins fer eftir magni rokkenndra olía. í tilraunum í Lapplandi kom í ljós, að þar var hægt að rækta margar tegundir kryddjurta á bersvæði. Kryddjurtir frá Finnlandi voru betri en samskonar jurtir frá Mið-Evrópu, að því leyti að í þeim mældist minna af blýi og kadmíum. Rækíun á matjurtum í óupphituðum plastgróðurhúsum Ræktun í óupphituðum plastgróðurhúsum krefst stöðugs eftirlits yfir sumarið. í heiðskíru veðri á miðju sumri er nauðsynlegt að loftræsta vel, t.d. að hafa dyr opnar, annars verður alltof heitt í húsunum. Þó að jarðvegur hússins standi í sambandi við blautan jarðveg fyrir utan, þá verður að vökva, því að í sólheitum 37

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.