Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 44
húsunum er mikil uppgufun. í heimilisræktun veldur það nokkrum vanda, að
ræktaðar eru margar tegundir matjurta í sama húsi. En mismunandi tegundimar
geta þurft mismunandi atlæti. Sumar þola t.d. mikinn hita og rakt loft en aðrar
ekki.
Á eftirfarandi yfirliti er getið nokkurra þeirra matjurta, sem unnt er að
rækta til heimilis í óupphituð plastgróðurhúsi.
31. taílíi. Mat á vermæti jurta, sem unnt er að rækta í óupphituðu gróðurhúsi.
Table 31. Evaluation of how suitable it is to grow horticultural crops in an unheated plastic
greenhouse.___________________________________________________________________________________
Áætluð uppskera kg/m^ Estimated mean yield kg/m2 Verð Kr./kg Price Icl. crown per kg Verðmæti Kr. alls. Value, Icl. crown
Asfur 5,5 454 2497
Blaðlaukur 3,0 450 1350
Blaðsilla 3,5 450 1575
Gulrætur 4,5 256 1152
Höfuðsalat 4,0 250 1000
Rauðlaukur 2,0 147 294
Verðið er miðað við verðskrá Ágætis (1995) fyrir september að viðbættum
14% virðisaukaskatti. Skatturinn er reiknaður með vegna þess, að ef grænmetið er
ekki ræktað í heimilisgarðinum, þá þarf að kaupa það í verslunum, með
virðisaukaskatti. Rétt er að minna á að listinn er gerður á grundvelli athuganna á
Hvanneyri, niðurstaðan gæti orðið önnur í öðrum landshlutum. Áætluð uppskera
er miðuð við góðar aðstæður á Hvanneyri.
Það má reikna með, að efniskostnaður við byggingu á óupphituðu
plastgróðurhúsi úr galvaniséruðum rörum og gróðurhúsaplasti, sem endist í þrjú
ár, sé um 245 kr/mÁ Við útreikningana eru notaðar magntölur um efni í plasthús
frá Einari E. Gíslasyni (1984). Verð á 0,2 mm plasti er fengið hjá Gróðurvörum
sf. (1995). Ef unnt er að nota dúkinn í meira en þrjú ár lækkar það kostnaðinn.
í þessari ritgerð er ekki fjallað um rauðbeður og kínakál, en því hafa
nýlega verðið gerð skil (Magnús Óskarsson, 1995). Það eru að sjálfsögðu fleiri
matjurtir, sem auðvelt er að rækta í köldu gróðurhúsi, en ekki er getið um í töflu
31, t.d. ertur, mergja og sykurmaís. Ýmsar aðrar jurtir er eins gott að rækta úti
eða undir ódýrari gróðurhlífum.
38