Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Qupperneq 7

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Qupperneq 7
YFIRLIT Við Bœndaskólann á Hvanneyri hafa verið gerðar tilraunir með ræktun matjurta síðan 1975. Viðfangsefni rannsóknanna hafa meðal annars verið tilraunir og athuganir á stofnun ýmissa matjurta. 36 Blómkálsstofninn Opaal er mjög fljótvaxinn, þurfti aðeins 60-70 vaxtardaga frá gróðursetningu. Stofnar, sem voru í meðallag fljótvaxnir og gáfu góða uppskeru á 75-85 dögum, voru; Goodman, 14 Matra og Montano. Fargo gaf góða uppskeru á 85-95 vaxtardögum. 36 Af spergilkáli mynda stofnarnir Neptune og Corvetfáa enfallega spergla og uppskerumagn er viðunandi. 36 Hvítkálsstofiiar, sem gáfu góða uppskeru á minna en 80 vaxtardögum úti í garði voru Delphi, Parel, Procura og Tucana. Fry reyndist einnig vel en þurfti meira en 90 vaxtardaga á Hvanneyri. 36 Auðvelt er að rækta nokkra stofna af rauðkáli, hvort sem er á bersvæði eða undir trefjadúk. Stofnarnir lntro, Primero og Sint Pancras þurfa um 80 vaxt- ardaga iit í garði. 36 Blöðrukál er lítið ræktað á íslandi. Stofnarnir Comparse, Promasa og Wallasa eru það fljótvaxnir að unnt er að rœkta þá við venjulegar íslenskar aðstœður, að minnsta kosti ef kálið er hafit undir trefjadúk í nokkrar vikur. Sama er að segja um stofninn Julius, sem er þó dálítið seinvaxnari. 36 Sumarið á Hvanneyri er ekki nógu langt fyrir þá stofna af rósakáli, sem reyndir voru. Það er unnt að hafa rósakál undir trefjadúk fyrstu vikurnar eftir gróðursetningu, en þegar það verður hávaxnara þolir það dúkinn illa í rok og rigningu. 36 Blaðkál vex mjög liratt. Á besta sprettutímanum, síðast í júní og fram í fyrstu daga ágúst tekur það plöntuna 28-38 daga, eftir gróðursetningu, að ná kjörþyngd, sem er 200-350 g. Hypro er fallegt afbrigði af blaðkáli, sem vex vel. Vegna vaxtarhraðans er varla gerlegt að verja blaðkál með plöntu- varnarefnum, þess vegna verða miklar skemmdir á því á miðju sumri, þegar atlaga kálmaðksins er hörðust. Blaðkál virðist vera hentug salatjurt fyrri hluta sumars. 1

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.