Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Page 8
§€ Það reyndist auðvelt að rækta kínakál á bersvæði, undir trefjadúk og í
plastgróðurhúsi þegar plönturnar voru aldar upp í vel heitu gróðurhúsi. Ef
kálið var ræktað undir trefjadúk flýtti það uppskerunni um 5-6 daga. Ef
trefjadúkur liggur lengi á kínakáli spillir það útliti kálsins. Það var ekki
mikill mælanlegur munur á þeim stofnum, sem reyndir voru.
Afhnúðkáli reyndust stofnarnir Blaro, Korist og Trero vel. Hnúðkál myndaði
góða hnúða á bersvæði, frá gróðursetningu til upptöku, á 8-9 vikur og undir
trefjadúk á 7-8 vikum. Þó að stöngull hnúðkálsins sé harður þá ber dálítið á
skemmdum af völdum kálmaðks. Auðvelt var að rækta hnúðkál með því að sá
því beint í óupphitað plastgróðurhús.
§§ Kálfafellsrófúr, Ragnarsrófur og Vige eru allt afbrigði afgulrófum sem henta
vel til ræktunar á íslandi. Rófurnar þyngdust mikið seinni hluta ágúst-
mánaðar, eða um 90-230 g/m? á dag.
2