Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Page 8

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Page 8
§€ Það reyndist auðvelt að rækta kínakál á bersvæði, undir trefjadúk og í plastgróðurhúsi þegar plönturnar voru aldar upp í vel heitu gróðurhúsi. Ef kálið var ræktað undir trefjadúk flýtti það uppskerunni um 5-6 daga. Ef trefjadúkur liggur lengi á kínakáli spillir það útliti kálsins. Það var ekki mikill mælanlegur munur á þeim stofnum, sem reyndir voru. Afhnúðkáli reyndust stofnarnir Blaro, Korist og Trero vel. Hnúðkál myndaði góða hnúða á bersvæði, frá gróðursetningu til upptöku, á 8-9 vikur og undir trefjadúk á 7-8 vikum. Þó að stöngull hnúðkálsins sé harður þá ber dálítið á skemmdum af völdum kálmaðks. Auðvelt var að rækta hnúðkál með því að sá því beint í óupphitað plastgróðurhús. §§ Kálfafellsrófúr, Ragnarsrófur og Vige eru allt afbrigði afgulrófum sem henta vel til ræktunar á íslandi. Rófurnar þyngdust mikið seinni hluta ágúst- mánaðar, eða um 90-230 g/m? á dag. 2

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.