Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Side 9

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Side 9
INNGANGUR Öllum þeim tilraunum og athuganum, sem getið erumí skýrslunni, hefur verið lýst í árlegum skýrslum Bændaskólans á Hvanneyri (Fjölrit Bændaskólans á Hvanneyri m1. 59, 60 og 64, ásamt Ritum Búvísindadeildar nr. 2, 3, 5 og 12) Tilraunir og athuganir með matjurtir hófust á Hvanneyri árið 1975. Um þær hafa áður verið skrifaðar skýrslur (Magnús Óskarsson, 1984, 1989, 1995 og 1996), auk árlegra tilraunaskýrslna, sem áður er getið. í viðbæti er yfirlit yfir þá stofna, sem aðallega hafa verið reyndir á bersvæði á því tuttugu ára tímabili, sem tilraunimar hafa staðið. Frekari fróleik um eldri rannsóknir frá Hvanneyri er að finna í skýrslum Magnúsar Óskarssonar frá 1984, 1989, 1995 og 1996. í þessari skýrslu þýðir orðið tilraun rannsókn með minnst tveimur endur- tekningum á hverri meðhöndlun eða stofni, það er að segja svo nefndir samreitir. í athugun er hins vegar aðeins einn reitur með hverri meðhöndlun eða stofni. Þegar tilraunir með matjurtir hófust á Hvanneyri árið 1975 var mjög léleg aðstaða til að ala upp matjurtir til útplöntunar. Þetta breyttist árið 1989, en þá var tekið í notkun nýtt og gott upphitað gróðurhús, á 100 ára afmæli Bændaskólans. Áður höfðu eftirtaldir aðilar aðstoðað við uppeldi á plöntum fyrir skólann: Garð- yrkjuskóli ríkisins, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Tómas M. Ludwig, garðyrkjumaður Klöpp f Reykholtsdal. Þessir aðilar eiga þakkir skyldar fyrir hjálpina. Fyrir 1989 voru plöntur aldar upp við ljós á fjósloftinu á Hvanneyri, við erfiðar aðstæður. í viðbæti við þessa skýrslu eru töflur þar sem getið er mn alla stofna af matjurtum, sem teknar hafa verið í tilraunir eða athuganir 1975-1995. í flestum tilfellum er getið um frá hvaða fyrirtæki eða stofnun fræið er. Einnig er sagt frá því hvaða ár stofninn hefur verið í athugunum eða tilraunum. TILRAUNAAÐSTÆÐUR Þær tilraunir og athuganir, sem hér er fjallað er um, fóru allar fram í garði, sem er innan skjólbeltis frá árunum 1957 og 1958. Þegar þetta er skrifað er beltið um 4-5 m hátt. Garðurinn er á mýrarjarðvegi, sem er 1-1,5 m djúpur. Rúmþyngd hans er 0,2-0,3 g/cm.3 og glæðitap er 55-65%. Nokkrar sveiflur hafa verið á sýrustigi, eða frá pH 4,9-5,7 mælt í CaCl2, enda hefur tilraunagarðurinn verið kalkaður, þegar hann hefur farið að súma. Reynt hefur verið að plægja garðinn að haustinu, en það hefur ekki alltaf tekist vegna bleytu og frosta snemma hausts. Árið 1977 var borið í garðinn, sem svaraði 100 tonn/ha af sandi. Veðurathuganir, sem skráðar eru í töflum 1 og 2 vom gerðar í veður- thugunarstöð á Hvanneyri í samvinnu við Veðurstofu íslands. Niðurstöðumar ná yfir sprettumánuðina. Tölumar eru fengnar úr tilraunaskýrslum Bændaskólans á Hvanneyri. 3

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.