Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 11
NIÐURSTÖÐUR TILRAUNA
Blómkál (Brassica oleracea, botrytis)
Tilraunir og athuganir hafa verið gerðar með stofna af blómkáli árin 1988-1995
og er fjallað um þær hér á eftir. Áður voru gerðar athuganir á árunum 1978,
1979, 1981, 1982 og 1985-1987. Árin 1978, 1979 og 1981-1982 voru plöntumar
aldar upp á vegum Rala á Korpu. Áður hefur verið skýrt frá þeim athugunum
(Magnús Óskarsson, 1984). Árin 1985-1987 voru gerðar athuganir og árið 1988
tilraun með stofna af blómkáli, sem Magnús Óskarsson segir frá 1989.
Árið 1992 er ekki tekið með í uppgjör á þeim tilraunum, sem hér verður
fjallað um, vegna þess að rjúpur stórskemmdu flestar plönturnar. Rjúpur hafa
ekki sótt í garðinn svo að tjón yrði að, nema þetta eina ár. Rjúpurnar virtust
dæma matjurtimar í garðinum eftir sínum smekk og sóttu fremur í blómkálið en
aðrar jurtir.
4. tafla. Uppskera af blómkáli, kg/m^
Table 4. Mean yield of cauliflowers, kg/m^.
Stofn Varieties 1989 1990 1991 1993 1994 1995 HlutfaUstala Proportion ofyield
Amazing F1 1,43 104
Ambition F1 2,03 142
Andes 0,90 2,70 91
ArfakFl 2,93 2,41 1,41 104
Beauty F1 2,47 163
Carillon 0,98 70
Fargo F1 3,25 1,46 2,24 2,39 139
Floriade 2,17 143
Fremont F1 0,96 65
Firstman 2,24 2,46 1,37 1,36 96
Goodman 1,40 2,30 1,68 1,44 1,63 99
14 Matra F1 1,18 2,54 2,37 1,47 1,38 1,52 100
Montano F1 1,04 1,67 1,50 97
Opaal 1,31 2,61 1,33 1,12 87
Suprimax 1,16 89
Staðalskekkja 0,10 0,16 0,17 0,10 0,12 0,07
Öll árin, sem hér er fjallað um, var sami áburðarskammtur notaður, en
hann var: 18 N, 7,8 P, 21,3 K, 11,6 S, 1,8 Mg, 3,9 Ca og 0,08 B g/m^. Öll árin
var notaður blandaður áburður, sem nefnist Blákorn. Stærð tilraunareita var alltaf
2,7 m^ og vaxtarrými hverrar plöntu var 0,27 m^. Plönturnar vom aldar upp í
heitu gróðurhúsi og uppeldistíminn var að meðaltali 36 dagar.
Til að verjast kálmaðki var árin 1989 og 1990 notað Agritox, en Basudin
10 árin 1991 - 1995. Plöntuvamarefnin voni aðeins notuð einu sinni hvert sumar.
5