Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Síða 26
miðað við fyrsta skammtinn. Uppeldi í heitu gróðurhúsi tók að meðaltali 27 daga.
Ef marka má þær athuganir, sem hér er rætt um, má búast við því að sprettutími
hnúðkáls á bersvæði, frá gróðursetningu til upptöku, sé um 8-9 vikur. Ef hins
vegar hnúðkálið er ræktað undir trefjadúk virðist sprettutíminn vera 7-8 vikur. f
tilraun, sem gerð var á Garðyrkjuskóla ríkisins, var vaxtartíminn að minnsta kosti
viku lengri (Sigurður Þráinsson, 1986). Flest árin sáust vaxtarsprungur á sumum
hnúðum, einkum árið 1991. Oft sást mygla neðan á hnúðum, en það olli ekki
verulegum vandræðum. Kálmaðkur skemmdi hnúðana dálítið 1994 og 1995.
Stofninn Blaro er með fjólublátt hýði. Hnúðamir sprungu töluvert árið
1991. Stofnamir Kolpak, Korist, Trero og White Vienne eru allir með ljósgrænt
hýði. Kolpak og White Vienne spmngu mikið árið 1992 og sá fyrmefndi einnig
árið 1995.
Gulrófur (Brassica napus, rapifera)
Fyrst var farið að bera saman stofna af gulrófum árið 1975 á Hvanneyri. Um það
hefur Magnús Óskarsson ritað áður (1984 og 1989).
Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur, gerði úrval í íslenskum
gulrófnastofnum (Óli Valur Hansson og Áslaug Helgadóttir, 1988) og fékk fram
gulrófur, sem nefndar vom Ragnarsrófur. Á Hvanneyri hófst ræktun á fræi af
þessum stofni árið 1991. Þetta var fyrst og fremst gert til að viðhalda stofninum. í
tilraununum og athugunum, sem gerðar vom 1993-1995 var þetta fræ af Ragnars-
rófum notað.
Árið 1993 var gerð athugun á tveimur stofnum af gulrófum og mismunandi
vaxtarrými fyrir rófumar. Rófurnar vom aldar upp í heitu gróðurhúsi og
gróðursettar 8. júní, eftir 20 daga uppeldi. Rófumar vom ræktaðar í beðum, hver
reitur 2,7 m^. Áburður g/rn^ var: 18 N, 7,8 P, 21,3 K, 11,6 S, 1,8 Mg, 3,9 Ca og
0,08 B. Til að verjast kálmaðki var notað Basudin 10, sem dreift var 22. júní.
Þrátt fyrir plöntuvarnarefnið sást maðkur í rófunum. Þó fór mest af þeim í 1.
flokk.
Þann 19. maí 1993 var sáð rófufræi út í sama garð og fyrmefnd athugun
var gerð í. Rófumar náðu ekki þeim þroska að þær væru teknar upp.
20. tafla. Vaxtarrými gulrófna 1993.
Table 20. Space in the garden for rutabage, 1993.
Rófur á Kálfafellsrófur Ragnarsrófur
Uppskera kg/m^ Þungi á rófu, g Uppskera kg/ha Þungi á rófu, g
Number Mean yield Mean weight Mean yield Mean weight
ofrutabage on kg/m? ofa rutabage,g kg/rr? ofa rutabage, g
3,7 2,48 670 2,65 651
5,5 3,46 623 2,89 572
20