Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Qupperneq 31

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Qupperneq 31
Gerðar voru athuganir á stofnum af hvítkáli og toppkáli og tilraunir með vaxandi magn af köfnunarefni á mismunandi stofna. Ásdís Helga Bjamadóttir (1995) hefur skrifað um þessar síðast töldu tilraunir. Árin 1992 og 1993 var aðeins um einn stofn að ræða í tilraununum, sem Ásdís Helga skrifaði um, fyrra árið Erma F1 og seinna árið Delphi Fl. Hin þrjú árin voru stofnamir fleiri og á töflu 22 er sýnd hlutfallsleg uppskera af þeim, miðað við að uppskeran af Tucana sé 100. Hver stofn var reyndur á þremur samreitum fyrir hvem áburðarskammt, sem vom þrír, eða alls á níu reituin. Rétt er að benda á að 10 g/in^ af N (köfnunarefni) er sama og 100 kg/ha af köfnunarefni, sem verður að teljast lítið magn. Hins vegar er 20 g/m^ öllu meira en venjulega er borið á hvítkál. Tucana virðist gefa fremur litla uppskeru, þegar köfnunarefni skortir, miðað við Procura, sem er fljótvaxinn stofn. í fyrri skýrslu frá Hvanneyri (Magnús Óskarsson, 1989), eru tilgreindir áhugaverðir stofnar og bent á Procura, Golden Cross og Delphi, sem mjög snemmvaxna stofna og Tucana, S.G. 643, Háleggur og Green Express, sem góða snemmvaxna stofna af hvítkáli. í Nytjaplöntur á íslandi 1996 (Áslaug Helgadóttir, 1995) er m.a. mælt með að nota stofnana Procura, Delphi og Tucana. Þær tilraunir og athuganir frá Hvanneyri, sem hér er fjallað um, em frekari staðfesting á því að þessir stofnar gefa ömgga og góða uppskeru. í tilraunaskýrslu frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum (Garðar Árnason, 1988), er þess getið að höfuð af Procura og Delphi springi fljótt eftir að þau hafa náð fullum þroska. Fljótvaxnast af þeim afbrigðum, sem reynd vom á Hvanneyri var Ladi. Vaxtartímimi var að meðaltali á sjö ára tímabili 64 dagar, en höfuðin vom heldur laust vafin. Tveir stofnar af toppkáli vom reyndir, Dunkan og Erstiling, og var sprettuhraði þeirra og stærð kálhausa, svipaður og hjá Ladi. Athuganir á stofnun em fyrst og fremst til þess ætlaðar að velja úr nýja stofna, sem ástæða er að gera síðar tilraun með. Af þeim stofnum, sem höfðu minna en 70 sprettudaga virðist ástæða til að reyna frekar: Erma, Mamer Julico, Parel og jafnvel S.G. 643, þó að sá stofn hafi áður sýnt, að hann er meðal þeirra bestu. Guren og Guren (1994) segja, að Parel sé einn algengasti fljótvaxni stofninn í Noregi og hafi m.a. þann kost að springa ekki strax eftir að fullum þroska er náð. Meðal stofna, sem náðu þroska eftir 71 -80 vaxtardaga á Hvanneyri var Mamer Allfrúh, en sá stofn er talinn mjög fljótvaxinn í Noregi (Guren og Guren, 1994). Það virðist vera ástæða til að rannsaka það mál frekar. Þeir stofnar, sem þurftu meira en 81 vaxtardag í athugunum á Hvanneyri og hugsanlega ætti að athuga betur em: Amukos, Destiny, Fry, Metino og Metis. Guren og Guren (1994) telja að Metino sé mest notaður af svo kölluðu haustkáli í Noregi, enda séu höfuðin þéttvaxin, en þau vilji springa. Stofnar, sem em lengi að taka út fullan þroska, gefa að öðru jöfnu af sér höfuð, sem geymast betur en höfuð af bráðþroska stofnum. í áður nefndri skýrslu frá Hvanneyri (Magnús Óskarsson, 1989) em tveir stofnar, sem þurfa meira en 90 vaxtardaga sprettutíma taldir áhugaverðir, Chogo og Grenadier. Síðar taldi stofninn er nefndur í Nytjaplöntum á fslandi 1996 (Áslaug Helgadóttir, 1995) og fær þá umsögn að hann sé seinvaxinn en geymist vel. í erfíðu árferði virðist hann þó ekki gefa nógu góða uppskem á Hvanneyri. Garðar R. Ámason (1988) telur 25

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.