Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Page 32

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Page 32
Grenadier þó með fljótvöxnum stofnum og fer þar eftir útlendum skilgreiningum. Bjöm Gunnlaugsson og Bodil Vestergaard (1995) skýra frá tilraunum, sem gerðar voru á Garðyrkjuskólanum með seinvaxin afbrigði. Þar nefna þau m.a. afbrigðið Castello, sem þau segja að fræsalar telji að eigi að hafa náð fullum þroska í Norður-Evrópu 80 dögum eftir gróðursemingu. Á Reykjum vom vaxtardagamir 109 undir trefjadúk árið 1994 og 131 dagur á bersvæði 1993. Þessi stofn var reyndur í eitt ár á Hvanneyri, á bersvæði eins og annað kál og eftir 92 vaxtardaga vom höfuðin mjög illa þroskuð. Á Hvanneyri er ekki líklegt að vaxtardagar geti orðið öllu fleiri en 90-100. Á Garðyrkjuskólanum að Reykjum virðist unnt að ná 130 eða jafn vel fleiri vaxtardögum. Með því að nota trefjadúk yfir kálið, t.d. í fímm vikur, má auka þroska seinvaxinna stofna. Rauðkál Til skamms tíma vom stofnar af rauðkáli svo seinvaxnir að erfitt þótti að rækta það á íslandi. Óli Valur Hansson, et.al. (1978) segir: "Rauðkálið þarf þó mun meiri hita en hvítkálið og lánast yfirleitt illa í hinni íslenzku sumarveðráttu, nær sáralitlum þroska nema þá helst í heitri jörð." Þetta hefur breyst mjög mikið, eins og sjá má á þeim athugunum, sem hér er fjallað um. 23. tafla. Uppskera af þremur stofnum af rauðkáli. Table 23. Yield of three varieties of red cabbage . Stofn, ár og ræktunartækni Varieties and years in observations Fjöldi ára Number of years Uppskera kg/m2 Mean yield kg/rr? Vaxtardagar Growth period, days Intro, 1990 og 1993 -1995 Undir trefjadúk Under polypropylen 4 3,76 81 Á bersvæði Growing in garden 4 3,49 88 Mismunur Difference 0,27 7 Primero, 1994 -1995 Undir trefjadúk Under polypropylen 2 3,72 80 Á bersvæði Growing in garden 2 2,56 82 Mismunur Difference 1,16 2 Sint Pancras, 1993 -1995 Undir trefjadúk Under polypropylen 3 3,03 79 Á bersvæði Growing in garden 3 2,98 86 Mismunur Difference 0,05 7 í töflunni kemur fram munur á uppskeru og ræktunartækni hjá þremur stofnum af rauðkáli. Rétt er að hafa í huga að hér er aðeins um niðurstöður athugana að ræða, þannig að varast verður að draga of afgerandi ályktanir af tölunum. Samt sem áður er óhætt að fullyrða að í meðal sumri á Hvanneyri er vandalaust að fá vel þroskað rauðkál af þessum þremur stofnum. Þó að trefja- dúkur auki uppskeru dálítið og flýti fyrir sprettu, þá er auðvelt að rækta rauðkál af þessum stofnum án dúks. 26

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.