Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Page 34

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Page 34
Blaðkál Axel Magnússon (1985) skrifaði grein, þar sem hann gefur blaðkáli nafn á íslensku og lýsir vel jurtinni og ræktun hennar. Þetta var aðeins fimm árum eftir að hollenskir vísindamenn fluttu jurtina fyrst til Evrópu frá Suðaustur-Asíu (Hoftun, H. 1986). Blaðkál er fljótvaxin og auðræktuð salatjurt. Kálpiöntumar eiga ekki að verða þyngri en 350-400 g og þær mega ekki njóla. Blaðkál hefur tilhneigingu til að blómstra, ef það er ekki uppskorið, þegar það hefur náð hæfilegum þroska, en það virðist þó fara eftir stofnun hvað það gerist snemma. Af þeim stofnum, sem reyndir vom á Hvanneyri, þótti Hypro vera álitlegastur. Blaðstilkamir em hvítir, en blöðin sjálf dökkgræn, þess vegna þykja litir salats úr kálinu vera fallegir. Helsta vandamálið við ræktun á blaðkáli er, að það er mjög varhugavert að nota plöntuvamarefni gegn kálmaðki vegna þess hvað sprettutíminn er stuttur. Þetta kom t.d. greinilega í ljós í tilraun, sem gerð var árið 1995. Þá fór að bera á verulegum skemmdum af vöídum kálmaðks um miðjan júlí. Þetta bendir til þess að nota eigi blaðkál, sem salatjurt, snemma vors. Það er hugsanlegt að veijast kálflugunni með því að rælcta blaðkálið í búmm úr þykkum trefjadúk, en það er dýrt. 400 350 « 9 * « • 300 C'í • f 250 « « <C 5 200 6 • • 1150 ■ « • 13 « 100 50 • • Fylgnistuðul! = 0,7 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 40 Vaxtardagar 2. mynd. Þungi á blaðkáll eftir mismunandi QöSda vaxtardaga 1992-1995. Fig. 2. Mean weight ofPak Choi after variable growth periods 1992-1995. Myndin sýnir þunga höfða á mismunandi tímum sumarsins, án þess að tölumar séu ílokkaðar eftir ámm. Ef höfuðin vom þyngri en 400 g var þeim sleppt. Myndin sýnir að á besta sprettutímanum, síðast í júní og fram í fyrstu daga ágúst tekur það 28-38 vaxtardaga að ná 200-350 g plöntum af blaðkáli. Fyrir og eftir besta sprettutímann er vöxturinn hægari. 28

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.