Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Page 17
ÁHRIF SLÁTTUTÍMA OG VERKUNAR 15
6. TAFLA.
Rýrnun fóðurs (f. f. e.) við verkun heysins á velli og í hlöðu, %.
TABLE 6.
Percentage losses of feed units (F. U.) during field drying and storage.
Liður Treatment a b c d
Ath. Ár Tap á velli í hlöðu á velli í hlöðu á velli í hlöðu á velli í hlöðu
Exp. Year Lossesk in field in barn in field in barn in field in barn in field in barn
1. 1973-74 2,3 6,2 20,0 6,3 - - 2,4 6,0
3. 1976-77 7,0 9,8 14,3 16,2 8,7 19,0 10,3 3,8
þurrefnisaukningar, en óverulegrar fjölg-
unar fóðureininga.
6. tafla sýnir hlutfallslega rýrnun heys-
ins við verkun og geymslu. Við þurrkun á
velli mældist rýrnun fóðureininga 1,7% á
dag að jafnaði í öllum liðum. Hin daglega
rýrnun mældist heldur minni í vallarfoxg-
rasinu (1 ath.) en í blandaða túngróðrin-
um (3. ath.).
Hefur þess orðið vart í öðrum athugun-
um á Hvanneyri (óbirtar niðurstöður).
Tap fóðureininga við verkun og geymslu í
hlöðu reyndist rnjög misjafnt, en mest í
c-lið, eins og gera mátti ráð fyrir. Allmikið
geymslutap mældist í b-lið 3. athugunar,
mest vegna lækkunar fóðurgildis, sem ekki
er vitað, hverju sætti. Heyið í þessum lið
var vel þurrt við hirðingu (3. tafla), ogekki
var að sjá á því geymsluskaða, svo sem
hitamyndun eða myglu.
Heildarrýrnun frá slætti til gjafar í báð-
um athugunum reyndist að meðaltali vera
þessi:
Það skal tekið fram, að í þessum tölum
felst ,,eðlilegur“ slæðingur á velli, en ekki
gert ráð fyrir þeirri heyrýrnun, sem oft
verður með slæðingi við gjöf.
Þar sem verkun tókst eðlilega (a- og
d-liðir), reyndist tap fóðureininga vera h.
u. b. 1,3 X þurrefnistaþið, en 1,5 X þurrefnis-
taþið, þar sem verkunin var áfallasamari
(b- og c-liðir).
b. Fóðrun — át.
Meðalfóðurgildi heysins við gjöf var svo
sem 7. tafla sýnir. Heyflokkarnir reyndust
sundurleitir að fóðurgildi. Að venju er
steinefnamagn vallarfoxgrass lítið (1. og 2.
athugun) og að sínu leyti einnig hráprót-
ínmagn þess. Þótt orkugildi blandaða
túngróðursins (3. athugun) séfremur lítið,
er þar vel séð fyrir hráprótíni og steinefn-
um í flestum liðum.
Fremur lítill breytileiki mældist í heyáti
gemlinganna á einstökum skeiðum athug-
ananna. Sveiflustuðull heyáts á milli
Þurrefni
Fóðurein.
a-liður: snemmslegið, vel verkað ................................. 10% 13%
b-liður: snemmslegið, hrakið á velli ............................. 18% 27%
c-liður: snemmslegið, bliknað ................................... 17% 26%
d-liður: síðslegið, vel verkað ................................... 11% 15%