Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 20
18 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Fig. 3 Growth ctirves of the lambs in experiment 1 (1973—74). For a, b and d see table 5.
(geml. rúnir — ewe lambs shorn).
vikna innan liða reyndist jafnan vera um
20%.
Mest átu gemlingarnir af snemm-
slegnu, grænverkuðu töðunni, 0,77 kg
þurrefnis á dag, en minnst af hinni síð-
slegnu, 0,69 kg þurrefnis á dag (8. tafla).
Heyið af b- og c-liðum ázt álíka vel, lakar
en hið snemmslegna og grænverkaða, en
betur en það, sem síðla var slegið.
Að sið ættingja sinna vinzuðu gemling-
arnir hið skásta úr heyinu. Kom það ber-
lega í ljós við athugun á moðinu, að eftir
lágu grófir stönglar, sinustrá og Ijámýs.
Undrar það engan, en til gamans skulu
sýndar tölur um efnamagn heysins annars
vegar og leifanna hins vegar.
Einkum virtust gemlingarnir sælast
eftir hinum hráprótínríkari hluta heysins.
Reyndist hráprótínhlutfall moðsins vera
allt að þriðjungi minna en gjafarinnar.
Vitað er, að blöð grasanna eru prótínrík
(Þorvaldur G. Jónsson, 1965), og sýna
tölurnar því vel, hver freisting blöðin voru
gemlingunum. Sama máli gegndi um
meltanleika þurrefnis heysins. Moðið
hafði 4—15% minni meltanleika en
gjöfin. Lítill munur var á steinefnunum
kalsíum og fosfór í gjöf og moði. Pó virtust
gemlingarnir vinza fosfórríkari hlutann úr
gjöfinni. Það má skýra með blaðátinu, því
að athuganir hafa sýnt, að blöð grasa eru
fosfórríkari en stönglar (Bjarni GuÐ-