Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Page 30

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Page 30
28 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR d. Sláttutími — verkun — fóðrunarvirði heys- ins. Pað hefur þegar verið staðfest, að í þessum athugunum réðst vöxtur gemlinganna einkum af fóðrunarvirði heysins. Með stuðningi fóðrunarvirðisins má því reyna að gera sér grein fyrir þýðingu sláttutím- ans og verkunar heysins, þ. e. áhrifum tilraunameðferðanna. I 15. töflu eru sýndar hlutfallstölur um fóðrunarvirði heysins, þar sem a-liður er settur jafn 100. I 2. töflu og á 1. mynd var skýrt frá því, hve lengi heyið í b-lið lá og hraktist, svo og, hve langur tími leið á milli sláttutím- anna tveggja. Séu 5. og 14. tafla bornar saman, sést, að í 1. athugun hefur 10 daga hrakningur á velli haft svipuð áhrif á fóð- runarvirði heysins og 20 daga dráttur á slætti. Hlutfall þetta virðist gilda svo til algerlega í hinum tveimur athugununum, ef gert er ráð fyrir, að fóðrunarvirði heys- ins falli línulega með legutíma þess á velli. Alyktunin af þessu virðist því geta verið sú, að x daga hrakningur þurrheys á velli hafi svipuð áhrif áfóðrunarvirði þessfyrir gemlinga og 2 x daga dráttur á slætti. Sannar þessi niðurstaða notagildi snemmslægjunnar fram yfir síðslægjuna, jafnvel þótt hin fyrrnefnda sé nokkuð velkt á velli. I at- hugununum var um að ræða 7-14 daga hrakning í ílekk og görðum á velli og 3-7 V2 viku drátt á slætti, talið frá þeim tíma, er vallarfoxgrasið skreið (7.—15. júlí). Pótt hitamyndunin í heyinu mætti teljast hófleg, hefur hún rýrt fóðrunarvirði þess um 75-39%. í hvorugu tilvikinu (ath. 2-c og ath. 3-c) ázt hitaða heyið betur en hið grænverkaða (sjá 8. töflu). Einkum reyndist fóðrunarvirði 2-c vera lítið. Felst ástæðan mestmegnis í mjög spillandi áhrifum hitans á fóðurgildi heysins í þeim athugunarlið. Liður 3-c slapp betur frá hitaspjöllum, líklega vegna þess að þar varaði hitinn stutt, en hins vegar mallaði hitinn lengur í lið 2-c, sbr. 2. mynd. Vitað er, að auk hitastigsins hefur tíminn, sem hitinn varir, mikil áhrif á það, hve fóður- efni skemmast mikið (Gallagher og Ste- venson, 1976). Þegar kemur að því að meta niðurstöð- ur athugananna í heild, má gera það frá þremur sjónarhornum: 1) nýtingu hverrar þurrefniseiningar, 2) nýtingu töðuvallar, 3) nýtingu gripa. Augljóst er af niðurstöðunum, að a-liður hefur gefið bezta nýtingu hverrar þurref- niseiningar heysins að jafnaði árin þrjú (10. og 14. tafla og 6. mynd). Er það raun- ar eina fóðrið, sem eitt sér reyndist leiða til eðlilegra framfara gemlinganna. Sýnir þetta, hversu mikilvægt er að vera vel á verði um val sláttutíma og verkun heys handa gripum, sem krefjast góðrar fóðr- unar. Sé miðað við nýtingu töðuvallarins, liggur málið ekki eins ljóst fyrir. Ef við viljum nýta eigið fóður, er það enn a-liður, sem hefur reynzt hagkvæmastur, sbr. það, sem að ofan segir. Ef stefnt er að því að bæta heimafengna fóðrið með aðkeyptu kraftfóðri, stendur a-liður að vísu hátt, en gæta þarf annarra atriða. Miðað við nýt- anlega uppskeru af hektara og daglegt heyát gemlinganna í samanburði við a-lið (f. f. e. / dag/ gemling), næmi viðbótarfóður því sem hér segir: 1. athugun. 2. athugun. a-liður . . . 0 f.f.e. 0 f.f.e. b-liður . . . 813 f.f.e. 278 f.f.e. c-liður . . . - 226 f.f.e. d-liður . . . 433 f.f.e. -94 f.f.e.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.