Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Qupperneq 64
62 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Gróðurfar var mælt með oddamælingu.
Eins og henni var beitt í þessum til-
raunum, gefur oddamæling til kynna
gróðurfarið álveg niðri við svörð. I til-
raununum voru jurtategundir ákvarðaðar
á 240-300 stöðum í hverjum lið.
Rakastig jarðvegs var mælt með því að
taka jarðvegssýni úr tilraunalandinu með
hollenzkum grasbor. Við það fengust sýni
úr 0-25 cm dýpt. Grasrótin var skorin frá,
en jarðvegurinn veginn blautur, mulinn
milli fingra, þurrkaður í röskan sólarhring
við 105°C og veginn aftur. Það, sem jarð-
vegurinn léttist um, er talið vatn.
Rúmþyngd jarðvegs var mæld á þann
hátt, að jarðvegstappi, 5 cm í þvermál og 5
cm langur, var skorinn úr jarðvegshnaus
með málmhring, sem rekinn var á kaf í
hnausinn. Tappinn var þurrkaður við
105°C, þar til hann hætti að léttast, og þá
veginn.
Vatnsheldnislínur (pF-línur) jarð-
vegsins voru ákvarðaðar í þrýstipotti.
Jarðvegssýni voru mettuð með vatni og
þeim komið fyrir í gúmmíhringjum, 3 cm í
þvermál og 1 cm háum, á hálfgegndræpri
postulínsplötu. Postulínsplatan með
hringjunum var sett í pott, sem lofti var
dælt í með ákveðnum og stillanlegum
þrýstingi. Loftþrýstingurinn ruddi því
vatni úr jarðvegsýninu, sem lausar var
bundið eða jafnfast og svarar til þeirra
krafta, sem loftið þrýsti á sýnið með. Með
vigtun og þurrkun við 105°C mátti finna,
hve mikið vatn var eftir í sýninu, eftir að
það hafði orðið fyrir ákveðnum þrýstingi.
Við ákvörðun efnamagns í uppskeru
var beitt eftirtöldum aðferðum:
Köfnunarefni var ákvarðað með Kjel-
dahl-aðferð. Fosfór var fundinn með mol-
ybdat-vanadat-aðferð. Kalí og natríum
var ákvarðað í logaljósmæli. Kalsíum var
fundið með títrun (komplexion). Mangan,
járn, zínk og kopar voru ákvörðuð með
ísogslitrófsmæli (atomic absorption
spectrophotometer).
Þurrefni í grassýnum var fundið með
þurrkun við 100°C í 6 klst.
6. TAFLA.
Áhrif þjöppunar á uppskeru. Tilraun nr. 152-64. Hey hkg/ha.
TABLE 6.
The effect of compaction on yieid (hay hkg/ha at 85% dry matter content), experiment no 152-64.
Ekkert köfnunarefni
No nitrogen 120 kg N/ha
Léttri Þungri Léttri Þungri
Engin umferð dráttarvél ekiðdráttarvél ekið Engin umferð dráttarvél ekiðdráttarvél ekið
véla um landið um landið véla um landið um landið
No tractor „Light“ ,,Heavy“ No tractor „Light“ ,,Heavy“
traflic tractor traflic tractor traffic traffic tractor traffic tractor traffic
1964 56,9 51,9 50,8 88,3 84,4 86,5
1965 28,6 16,9 15,8 60,1 47,8 47,1
Meðalt. 2 ára 2 year average 42,8 34,4 33,3 74,2 66,1 66,8