Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Qupperneq 79

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Qupperneq 79
ÁHRIF DRÁTTARVÉLAUMFERÐAR Á JARÐVEG OG GRÓÐUR 7 7 unum, og hvarf þar mikið úr grasþekj- unni. I tilraununum á Hvanneyri hvarf vall- arsveifgrasið úr tilraunareitunum, en lítill munur var á umferðarreitum og umferð- arlausum. Pað er því ekki ólíklegt, að önn- ur atriði en umferð valdi því, að vallar- sveifgrasið hverfur í gróðri, t.d. veðurfar eða lágt pH. Þetta er ekki einkennandi fyrir þessar tilraunir, heldur er það regla í Hvanneyrartúninu, að vallarsveifgras, sem sáð er í blöndu með vallarfoxgrasi, lætur í minni pokann fyrir vallarfoxgras- inu, sem breiðir úr sér (Magnús Óskars- son og Bjarni Guðmundsson, 1971, og Böttcher 1971). í tilraununum ber meira á vallarfoxgrasinu í troðnu reitun- um en hinum ótroðnu. Þá er athyglisvert, að votlendisjurtir eða jurtir, sem þola vel eða kjósa rakan jarðveg, eru fleiri í um- ferðarreitunum en hinum, sem ekki er ekið um. Þetta atriði ásamt auknum raka í jarðvegi og lakari nýtingu áburðar bendir allt til þess, að þjöppun af völdum um- ferðar dragi úr framræslu jarðvegsins. Við þjöppunina verða holur jarðvegsins minni en áður, svo að hreyfingar vatns verða hægar. Vatn sígur hægar niður eftir rign- ingar í þéttum jarðvegi, og holur jarð- vegsins eru lengur vatnsfylltar en í lausum jarðvegi. Þótt munur á holustærð í troðn- um og ótroðnum jarðvegi sé ekki mikill, getur hann haft mikil áhrif á framræsluna, ekki sízt ef hún er á mörkum þess að vera næg, áður en jarðvegur þjappast. I viðtölum við bændur hefur komið fram, að þeir telja land, sem í upphafi hafi verið vel eða sæmilega þurrt, blotna smám saman eftir því, sem árum fjölgar, frá því að landið var brotið til ræktunar. Aður en land er brotið, hefur ekki verið ekið um það með dráttarvélum, og fyrstu árin er jarðvegur laus í sér og gleypur. Eftir því sem á líður, þéttist hann við umferð, en einnig dregur aukin rotnun í jarðveginum úr sighraða vatns í honum. Þurr jarðvegur virðist þola umferð bet- ur en blautur, eins og kemur fram í tilraun 184—66. A þetta hafa ýmsir bent áður (Eriksson, J., 1974, Njös, 1972, Bodholt, 1975). Talið er, að bezt fari með jarðveginn að aka á honum, þegar hann er svo þurr, að pF sé um 2,8-3,8 (Eriksson, J., 1974). Það er þó fátítt, að jarðvegur sé svo þurr, þegar um hann er ekið, enda komið að visnunarmörkum. Þetta undirstrikar hins vegar það, að ein bezta vörnin gegn uppskerurýrnun af völdum dráttarvélaumferðar er mikil og virk framræsla. Aukið vatn í jarðveginum veldur súrefnisskorti umhverfis ræturnar. Rótar- vöxtur og virkni rótanna við efnaupptöku verður minni í súrefnissnauðum jarðvegi en súrefnisríkum (Salisbury, F.B., og Ross, C., 1969). Nýting áburðar verður þar af leiðandi verri. Munur sá, er kemur fram í próteínmagni í uppskeru af troðn- um og ótroðnum reitum við seinni slátt í tilraun nr. 219-68, bendir til þess, að köf- nunareni, sem borið er á að vori, sé lengur nýtanlegt fyrir grösin, þar sem engin um- ferð er, en þar sem ekið er um landið. Niðurstöður flestra rannsókna, sem gerðar voru í tengslum við þessar þrjár tilraunir, benda í sömu átt. Við umferð þéttist jarðvegurinn, og framræsla vatns úr honum versnar, og þar með breytist gróðurfar, efnaupptaka og vöxtur gras- anna. Mikil og þung umferð virðist með öðrum orðum hafa sömu áhrif á gróður og jarðveg og ónóg framræsla landsins eða skemma bætandi áhrif framræslu á jarð- veg og gróður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.