Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Side 12

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Side 12
10 ÍSLENZKAR LANDBÚNÁÐARRANNSÓKNIR mjaltagryQu. Pá hefur einnig komið fram að andlegt álag mjaltamanns er minna við mjaltir í mjaltabásum en í fjósbásum. (Krabbe, 1976). Einnig má nefna að auðveldara er að mæla mjólkurmagnið frá einstökum kúm við mjaltir í mjaltabás en á fjósbás vegna minni tilfærslu á mæli- tækjum og einnig er betra að koma fyrir tækjum, sem hægt er að lesa beint af. Mjólkurgœði og vinnuumhverfi Þar sem mjaltabás er tiltölulega afmarkað rými, má gera gólf og veggi svo úr garði, að auðvelt sé að halda þeim vel hreinum. Sambærilegu hreinlæti er erfitt að koma við í fjósinu sjálfu. Innlendar rannsóknir benda til, að við mjöltun á fjósbásum geti gæði fóðurs og gjafatími haft áhrif á mjólkina. Þá getur það einnig haft áhrif, hvenær fóðrun fer fram miðað við mjaltatíma og almennt hreinlætisástand á básum (Sigtryggur Björnsson, 1980). Til að flytja mjólk eftir löngu rörmjalta- kerfi, eins og tíðkast í básafjósi, þarf verulegt loft. Þetta loft er dregið inn í kerfið um tengikross mjaltatækjanna. Þegar mjólkað er á fjósbásum, er því meiri hætta á, að mjólkin verði fyrir bragð- og lyktaráhrifum, en þegar mjólkað er í mjaltabás (Krabbe, 1976). I þýskum rannsóknum (Kurzweil og BUSSE, 1973) kom ekki fram marktækur munur á gerlaflóru mjólkur, þegar bornar voru saman mjaltir í mjaltabás eða á fjósbás. I rannsókninni kom fram, að gerlaflóra mjólkurinnar var aðallega háð aðferðum við þvott á mjaltabúnaði, en fjósloftið hafði lítil áhrif á þessu sambandi. I öðrum rannsóknum (Ibsen, 1971) kemur fram, að eðlis- og efnafræðileg áhrif á mjólkina, þegar mjólkað er með rör- mjaltakerfi, séu langtum meiri en hin gerla- fræðilegu. Er sérstaklega tekið fram, að því hærra sem lyfta þarf mjólkinni í röra- kerfi og því lengra sem þarf að flytja hana, þeim mun meiri líkur séu á skaðlegum breytingum mjólkurinnar við mjaltir. I mjaltabásum er rörakerfið tiltölulega stutt og lyftihæð mjólkurinnar oftast mun minni en við mjaltir á fjósbásum. Þá má nefna, að betri aðstæður eru í mjaltabás til að fylgjast með júgurheilbrigði kúnna, því að mjaltamaður sér júgrið betur og lýs- ingin er að jafnaði betri. Árið 1979 safnaði Jón Finnsson mjólk- urfræðingur upplýsingum um gerlamagn mjólkur og innvegið mjólkurmagn frá 14 bæjum. Var helmingur bæjanna með mjaltabásakerfi, en á hinum bæjunum voru kýrnar mjólkaðar á fjósbásum. Upplýsingunum var safnað hjá Mjólkurs- amlagi Borgfirðinga í Borgarnesi og Mjólkursamsölunni í Reykjavík. I 3. töflu eru sýndar niðurstöður þessara athugun- ar. Tölur um gerlamagn í millílítra mjólk- ur á hverjum bæ eru meðaltöl gerlataln- ingar úr 42 sýnum. Að meðaltali er gerla- magn mjólkurinnar nokkru minna, þegar mjólkað er á fjósbásum. Vegna mikils breytileika eftir bæjum er sá munur þó ekki marktækur og er því í samræmi við áður ræddar erlendar rannsóknir. Einnig var kannað, hvort samband væri milli mjólkurmagns frá hverju búi og gerla- magns í millílítra mjólkur. Þar reyndist ekki um raunhæfa fylgni að ræða. Vinnuþörf Innlendar mœlingar Vinna við mjaltir er af tvennum toga, þ. e. hin eiginlega mjaltavinna og svo vinna við undirbúning og frágang mjaltatækjanna. Hin eiginlega mjaltavinna er háð þáttum

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.