Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 15

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 15
MJALTAVINNA í BÁSAFJÓSUM 13 svarar að jafnaði 2,4 tækjum á mann. Þá voru afköstin einnig umreiknuð í lítra mjólkur á mannmínútur (nettó), eins og fram kemur í 4. töflu, en sá mælikvarði gefur allgóða hugmynd um skipulagningu mjaltanna og nýtingu tækja. Að jafnaði reyndust afköst um 2,5 lítrar, þegar mjólkað var í mjaltabás, en um 2,2 lítrar, þegar mjólkað er á fjósbásum. Er það eðlileg afleiðing þess, að afköst mæld í mannmínútum á kú á dag (nettó) voru að jafnaði nokkru meiri í mjaltabás, um 4,7 mínútur, á móti 5,9 mínútum, þegar mjólkað er á fjósbásum. Að meðaltali var heildarvinnuþörf (brúttó) við mjaltirnar um 7,4 mannmínútur/kú við mjaltir á fjósbásum, en um 6,8 mínútur í mjalta- básum. Meðaltölin veita þó ekki nema tak- markaða vitneskju, eins og oft vill verða. Þegar afköst eru könnuð sem fall af kúa- fjölda, eins og 4. mynd sýnir, kemur í Ijós, að vinnuþörf (brúttó) er mjög svipuð í báðum tilvikum, þegar kúafjöldi er nálægt 40. Fyrir neðan þau mörk er vinnuþörfin meiri, þegar um mjaltabás er að ræða, en minni, þegar mjólkurkýrnar verða fleiri. Þó að dreifmg hnitanna sé nokkuð mikil í báðum dæmum, er fylgnin við líkingarnar raunhæf í báðum. Þá var kannað, hvort raunhæf fylgni væri með vinnuþörf ,,nettó“ við mjaltirnar og kúafjölda, en svo reyndist ekki vera. Þá reyndist ekki heldur vera raunhæf fylgni með afköstum í lítrum mjólkur á mann- mínútu (nettó) og fjölda kúa, og sömu sögu er að segja um sambandið milli nettó-mjaltatíma sem hundraðshluta af brúttó-mjaltatíma og fjölda kúa. Eins og fram kemur í 4. og 5. töflu, fara að jafnaði um 70% af heildartímanum í hina eigin- legu mjaltavinnu, þegar mjólkað er í mjaltabásum, en um 80%, þegar mjólkað er á fjósbásum. Erlendar athuganir. Nokkuð hefur verið gert að athugunum á vinnuþörfvið mjaltir, þar sem þessar tvær umræddu aðferðir hafa verið bornar saman. Má þar nefna bæði þýskar rann- sóknir (SCHÖNogfl., 1973) og bandarískar (Höglund og Albright, 1970). Á Norðurlöndum hefur hvað mest verið unnið að slíkum athugunum í Danmörku, og verður hér aðallega vitnað til þeirra (Krabbe, 1976 og 1977). Með útreikningum, sem gerðir voru eftir vinnumælingum, komu fram niður- stöður eins og 5. mynd sýnir, en þar er sýnd dagleg vinnuþörf við breytilegar að- stæður. Kemur þá í ljós, að vinnuþörf er minni, séu kýr færri en 40, þegar mjólkað er áfjósbás. Séu þærhinsvegarfleiri en 40, er vinnuþörf minni, þegar mjólkað er á mjaltabás. Hinn eiginlegi mjaltatími (nettó) er í öllum tilvikum minni, þegar mjólkað er á mjaltabás, en undirbúnings- og frágangsvinna mun meiri. Tímasparn- aður við sjálfar mjaltirnar vegur ekki upp undirbúnings- og frágangsvinnu, fyrr en heildarvinnumagnið er sem svarar 40 kúm. Skipting vinnu við mjaltir á einstaka verkþætti er sýnd í 6. töflu. Þar má sjá, að um 90% tímans fara í hina eiginlegu mjaltavinnu, þegar mjólkað er á fjósbás- um, en það er nokkru hærra hlutfall en fram kom í áðurgreindum innlendum at- hugunum. Þetta hlutfall er 55—70%, þegar mjólkað er í mjaltabás, þ. e. nokkru lægra en í innlendu mælingunum. I töfl- unni kemur ljóslega fram, hve hlutdeild þvottavinnu minnkar, þegar kúafjöldi eykst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.